„Með vinnusemi og vandvirkni geta ótrúlegir hlutir gerst“ : teymiskennsla í grunnskóla

Teymiskennsla er kennslufyrirkomulag sem kennarar í grunnskólum hér á landi hafa í auknum mæli verið að tileinka sér að undanförnu. Markmiðið með rannsókninni var að auka og dýpka þekkingu á því hvað felst í teymisvinnu og teymiskennslu. Verkefnið var fólgið í því að kanna teymisvinnu og teymiskenns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fríða Rún Guðjónsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19533
Description
Summary:Teymiskennsla er kennslufyrirkomulag sem kennarar í grunnskólum hér á landi hafa í auknum mæli verið að tileinka sér að undanförnu. Markmiðið með rannsókninni var að auka og dýpka þekkingu á því hvað felst í teymisvinnu og teymiskennslu. Verkefnið var fólgið í því að kanna teymisvinnu og teymiskennslu í tilteknum skóla í ljósi fyrri rannsókna. Einnig var leitast við að skoða hvernig teymisvinnan tengist hugmyndum um skólann sem lærdómssamfélag, en samkvæmt því sem vitað er um lærdómssamfélag er forsenda þess góð samvinna á milli kennara. Rannsóknin var eigindleg og fólst í því að farið var í einn skóla í Reykjavík þar sem teymiskennslu er að finna. Gerð var tilviksathugun (e. case study) á því hvernig teymiskennslufyrirkomulagið gekk fyrir sig í ákveðnum bekk, sem og samstarf og samvinna kennaranna á milli í því teymi. Tekin voru viðtöl við kennara í teyminu þar sem þeir voru meðal annars spurðir um viðhorf sín til teymiskennslu, hvað þeir töldu að teymisvinna/teymiskennsla fæli í sér og hver væri forsendan fyrir góðri teymisvinnu/teymiskennslu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að kennarar í teyminu voru allir mjög jákvæðir í garð teymiskennslunnar, og töldu að hún væri mun betri kostur en hefðbundin kennsla. Þeir töldu að helstu kostir teymiskennslunnar væru það samstarf og sú samábyrgð sem aðferðin felur í sér. Allir voru þeir sammála um að forsendan fyrir góðri teymiskennslu væri fyrst og fremst samvinna, gagnkvæmt traust, sameiginleg sýn og jákvæðni. Auk þess töldu þeir að það væri í höndum kennarans að skapa gott og virkt lærdómssamfélag. Einnig að viðhorf og stuðningur skólastjórnenda til aðferðarinnar skipti miklu máli. Af þeim niðurstöðum sem fengust má draga þá ályktun að bæði teymisvinna og teymiskennsla hafi mun fleiri kosti en galla. Almennt eru viðhorf þeirra sem stundað hafa teymiskennslu jákvæð og kennarar sem reynslu hafa af henni almennt ánægðir með hvernig að kennslunni er staðið. Team teaching is an arrangement that teachers in compulsory schools in Iceland have increasingly been ...