Skilningur háskólanema á námslánum

Rannsókn þessi var gerð í þeim tilgangi að kanna skilning háskólanema á Íslandi á námslánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Könnun var lögð fyrir nemendur í grunnnámi í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands til að kanna hversu vel þátttakendur kynntu sér lánareglur LÍN áður en þeir tóku lán o...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Rebekka Rut Gunnarsdóttir 1991-, Solveig María Ívarsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19488
Description
Summary:Rannsókn þessi var gerð í þeim tilgangi að kanna skilning háskólanema á Íslandi á námslánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Könnun var lögð fyrir nemendur í grunnnámi í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands til að kanna hversu vel þátttakendur kynntu sér lánareglur LÍN áður en þeir tóku lán og hvort þeir hefðu hugsað út í endurgreiðslufyrirkomulagið á láninu. Einnig var kannað hvort að niðurstöður úr raunverulegum dæmum kæmu þátttakendum á óvart og hvort munur væri á niðurstöðum þátttakenda eftir kyni, aldri, skóla, húsnæði og hvers konar bifreið þeir áttu. Niðurstöður sýndu að hjá meirihluta þátttakenda var skilningur á námslánum hjá LÍN ekki mikill. Stór hluti þátttakenda hafði ekki kynnt sér lánareglur LÍN áður en þeir tóku lán og höfðu ekki hugsað út í endurgreiðslufyrirkomulagið. Einnig kom í ljós að skilningur á öðrum þáttum sem tengdust námslánunum var ábótavant. Það var ekki mikill munur á milli kvenna og karla en niðurstöðurnar sýndu þó í flestum tilfellum að því eldri sem þátttakendur voru því betur höfðu þeir kynnt sér endurgreiðslufyrirkomulagið og höfðu betri skilning á námslánum. Þetta átti einnig við þá þátttakendur sem bjuggu í eigin húsnæði. Út frá niðurstöðunum má álykta að háskólanemar á Íslandi geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að taka námslán.