Áhrif reglna um kaupaukakerfi á viðskiptabanka

Í kjölfar fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008 var lögum um fjármálafyrirtæki breytt, en Fjármálaeftirlitinu var í kjölfarið falið að setja reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja og ljóst er að þessar reglur setja fjármálafyrirtækjum ýmsar skorður hvað varðar uppbyggingu hvatakerfa (Reglur um ka...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Benedikt Reynir Kristinsson 1990-, Ellert Sigurþórsson 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19472
Description
Summary:Í kjölfar fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008 var lögum um fjármálafyrirtæki breytt, en Fjármálaeftirlitinu var í kjölfarið falið að setja reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja og ljóst er að þessar reglur setja fjármálafyrirtækjum ýmsar skorður hvað varðar uppbyggingu hvatakerfa (Reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja nr. 700/2011). Í fræðilegum hluta ritgerðar er fjallað um þá þætti sem nauðsynlegt er að líta til þegar setja á upp hvatakerfi í fyrirtækum en í rannsóknarhluta er áhersla lögð á að skoða áhrif reglugerðar fjármálaeftirlitsins á þrjá stærstu viðskiptabankana á Íslandi. Framkvæmd voru þrjú hálf-stöðluð (e. semi-structured) viðtöl í þeim tilgangi að fá innsýn í launakerfi viðskiptabanka á Íslandi og hvernig reglugerðin er að hafa áhrif á kaupaukakerfi þeirra. Helstu niðurstöður rannsóknar eru þær, að almenn sátt virðist ríkja um reglurnar og fagna viðskiptabankar landsins því að ákveðinn lagarammi sé til staðar sem takmarkar kaupaukagreiðslur starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ljóst er þó að ósætti ríkir innan bankanna með einstaka liði innan reglugerðar Fjármálaeftirlitsins og eru viðskiptabankar opnir fyrir ákveðnum breytingum á reglugerðinni. Viðskiptabankar á Íslandi eru jafnframt opnir fyrir því að núverandi reglum verði á næstu árum breytt í takt við þær reglur sem notast er við innan Evrópusambands, en samkvæmt niðurstöðum eru dæmi um það að auðveldara sé að tengja mælingar við langtíma markmið innan reglugerðar Evrópusambandsins. Following the financial crisis in Iceland in 2008 was the law on financial companies changed. The Financial Supervisory Authority was subsequently appointed to regulate the financial bonus system and it is clear that these regulations impose various financial limitations in terms of incentive schemes (Regulations of financial bonus scheme no. 700/2011). The theoretical section of the research deals with the factors, which must be considered when setting up an incentive scheme. The research section focuses on the impact of the regulation authority on the ...