Summary: | Ritgerð þessi fjallar um hverskonar starfsemi felst í birgða- og þjónustu miðstöðvum (supply base) sem þjónusta fyrirtæki sem starfa í olíu- og gas iðnaðinum. Fyrst verður fjallað örstutt um norðurslóðir og landfræðilega afmörkun svæðisins. Drekasvæðið er það svæði innan norðurslóða sem er Íslandi hvað næst, bæði landfræðilega og á sviði olíu rannsókna eða vinnslu, og verður til umfjöllunar. Sérstaklega verða skoðaðar þrjár hafnir, höfnin í Aberdeen, höfnin í Stavanger og höfnin í Esbjerg, sem þjónusta olíu- og gas iðnaðinn. Leitast verður eftir að svara hver sérstaða hafnanna er sem gerir þær að þeim vinsælu þjónustuhöfnum í þessum iðnaði. Tvö stór þjónustu fyrirtæki voru til skoðunar, sem eru leiðandi í sinni starfsemi á heimsvísu, til að leiða í ljós lykilstarfsemi þeirra og hvað gerir fyrirtækin að leiðandi afli á sínu sviði ásamt því að skoða hverskonar þjónustu eru fyrirtækin að veita fyrir viðskiptavini sína og hvað er sameiginlegt með þeirri þjónustu. Margir þættir í þjónustu fyrirtækjanna beggja svipar til hvors annars, ásamt þeim vottunum og stuðlum/viðmiðum sem unnið er eftir hvað varðar gæðastjórnunarkerfi, vinnuverndar- og öryggisstjórnunarkerfi sem og umhverfisstjórnunarkerfi. Hönnun og bygging sérsniðinna miðstöðva, sérhæfð flutningaþjónusta sem felur í sér flutning á starfsfólki, birgðum og tækjakosti. Áætlanagerð, innkaup og stjórnun miðstöðva, ásamt birgða- og aðfanga stjórnun til að hámarka birgðagetu og lágmarka kostnað. Hafnarbakkaþjónusta ásamt geymslu svæði, hvort sem það sé innan eða utan dyra, geyma þarf mikið af olíu birgðum sem og röra/pípna þjónusta. Dóttur- og samstarfs fyrirtæki spila stórt hlutverk í starfsemi fyrirtækjanna til að geta veitt alla þá þjónustu sem til þarf.
|