Greining á framleiðsluleiðum í vinnslu á þorski með notkun reiknilíkans

Í þessari ritgerð er landvinnsla á þorski hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þorbirni hf í Grindavík skoðuð. Saga sjávarútvegs- og saltfiskvinnslu á Íslandi er rakin í stuttu máli og fjallað um umhverfi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Fjallað er um markaðsmál erlendis út frá sjónarhóli útflytjenda á salt...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Óskar Gunnarsson 1987-, Gunnar Eiríksson 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19457
Description
Summary:Í þessari ritgerð er landvinnsla á þorski hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þorbirni hf í Grindavík skoðuð. Saga sjávarútvegs- og saltfiskvinnslu á Íslandi er rakin í stuttu máli og fjallað um umhverfi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Fjallað er um markaðsmál erlendis út frá sjónarhóli útflytjenda á saltfiski og ferskum þorski. Nútíma aðferðir við vinnslu á þorski eru skoðaðar og sérstaklega er söltun og notkun fosfats í vinnslunni greind. Þá er einnig greining á innra og ytra umhverfi Þorbjarnar. Unnið var líkan samhliða ritgerðinni þar sem leitast var við að greina niður helstu aðferðir við þorskframleiðsluna og setja upp á þann hátt að auðvelt væri fyrir stjórnendur að sjá helstu lykiltölur framleiðslunnar. Það sem hið nýja líkan hefur fram yfir fyrra kerfi sem var í notkun hjá fyrirtækinu er að mögulegt er að sjá á fljótlegan hátt með hvaða framleiðsluleið er hægt að ná mestri framlegð fyrir hvert kíló af hráefni sem kemur inn í vinnsluna eftir stærðar og gæðaflokki. Auk þess sýnir líkanið hlutfall og virði þeirra aukaafurða sem falla til í framleiðslunni. Niðurstöðurnar sýna að líkanið getur borið saman allar framleiðsluleiðir í vinnslunni og sýnt hagkvæmustu leiðina miðað við virði afurða, kostnað og þyngd hráefnis. Þar sést einnig að virði aukaafurða sem falla til við framleiðsluna geta í vissum tilvikum haft úrslitaáhrif á það hvaða framleiðsluleið er valin.