Mörkin á milli 4. mgr. 220. gr. og 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Markmið ritgerðarinnar er að greina mörkin á milli 4. mgr. 220. gr. og 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Athugað verður hvort ákvæðin tæmi sök gagnvart hvoru öðru eða hvort beita megi þeim saman. Leiðin að markmiði ritgerðarinnar, og þar með svari við rannsóknarspurningunni,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Harpa Ásgeirsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19262
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að greina mörkin á milli 4. mgr. 220. gr. og 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Athugað verður hvort ákvæðin tæmi sök gagnvart hvoru öðru eða hvort beita megi þeim saman. Leiðin að markmiði ritgerðarinnar, og þar með svari við rannsóknarspurningunni, er athugun á því hvers konar háttsemi er heimfærð undir ákvæðin auk þess sem sérstakur samanburður er gerður við sambærileg ákvæði danskra hegningarlaga. Í 4. mgr. 220. gr. segir að stofni einstaklingur lífi eða heilsu annarra í augljósan háska í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt, skuli hann sæta fangelsisvist í allt að 4 ár. 211. gr., sbr. 20. gr. felur í sér refsingu fyrir tilraun til manndráps af ásetningi ekki skemmri en 5 ár eða ævilangt nema að sérstakar refsilækkunarástæður séu til staðar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að munurinn á ákvæðunum liggur einkum í því að 4. mgr. 220. gr. leggur áherslu á hættueiginleika verknaðar frekar en verknaðinn sjálfan eða afleiðingar hans líkt og 211. gr., sbr. 20. gr. Svo virðist sem að mest reyni á mörkin á milli ákvæðanna í skotárásarmálum. Ákvæði 4. mgr. 220. gr. er almennt ekki beitt sé talið að ákvæði 211. gr. sbr. 20. gr. eigi við. Þó má í vissum tilvikum beita ákvæðunum saman. Í langflestum tilvikum þar sem vafi leikur á undir hvort ákvæðið eigi að heimfæra háttsemi eru aðstæður þannig að ekki liggur nægilega ljóst fyrir hvort ásetningur til manndráps hafi verið fyrir hendi. Í þeim tilvikum kemur í hlut dómara að meta út frá fyrirliggjandi sönnunargögnum, sem geta verið takmörkuð vegna sönnunarörðugleika, hvort sannað þyki að ásetningur hafi staðið til manndráps. Loks ber þess að geta að dómaframkvæmd hér á landi svipar mjög til þess sem tíðkast í Danmörku. The purpose of this thesis is to examine the difference between clauses found in two articles of the Icelandic Penal Code, No. 19/1940. Article 220 (4) and article 211 c.f. Article 20. The thesis seeks to address this topic by examining current practice in Iceland and Denmark. Article 220 (4) ...