Ofbeldi og umgengnisréttur

Efni ritgerðarinnar er á sviði umgengnisréttar og er markið hennar að skoða hvort börnum sé tryggð nægileg vernd gegn ofbeldi í lögum og þá aðallega í tengslum við umgengnisrétt. Hvort tekið sé nægilegt tillit til vilja barns í slíkum málum og hvort barn geti hafnað umgengnisrétti sínum. Hvort börnu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir 1973-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19259
Description
Summary:Efni ritgerðarinnar er á sviði umgengnisréttar og er markið hennar að skoða hvort börnum sé tryggð nægileg vernd gegn ofbeldi í lögum og þá aðallega í tengslum við umgengnisrétt. Hvort tekið sé nægilegt tillit til vilja barns í slíkum málum og hvort barn geti hafnað umgengnisrétti sínum. Hvort börnum sé tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi þegar kemur að framkvæmd umgengnisréttar hjá sýslumanni og við hvaða aðstæður talið hefur verið rétt að neita alfarið um umgengnisrétt eða setja honum verulegar skorður. Skoðuð voru þau sjónarmið er ráða för í ákvarðanatöku umgengnismála og til samanburðar var réttur barns í fóstri til umgengni við kynforeldri sitt skoðaður. Einni var umfang vanrækslu og heimilisofbeldis hér á landi skoðað ásamt þeim afleiðingum sem ofbeldi getur haft á börn langt fram á fullorðins ár. Í upphafi er fjallað stuttlega um sögu ofbeldis á íslandi og umfang vanrækslu og heimilisofbeldis. Næst er lagaumhverfi í barnarétti skoðað og helstu lagabálkum barnaréttar gerð skil. Þar á eftir kemur ítarleg umfjöllun um umgengnisrétt og síðast en ekki síst er fjallað um langtíma áhrif ofbeldis á börn. Niðurstaða höfundar er sú að börnum er tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi í lögum hér á landi. Við framkvæmd umgengnisréttar eru börn nær undantekningarlaust úrskurðuð í umgengni og veiga mikil rök þurfa að liggja að baki ef hafna á umgengnisrétti. Einnig er niðurstaða höfundar sú að börn geta ekki hafnað umgengnisrétti sínum nema um sé að ræða stálpuð börn en þá er tekið tillit til vilja þeirra. Child access in child custody and access cases is the main topic of this thesis. The objective is to analyze whether the law in Iceland protects children enough against violence and abuse with respects to child access. The thesis aims to shed light on whether enough attention and merit is given to the will of the child and if the child can reject access. The thesis also takes a look at whether children are protected against violence and abuse when the access procedure is being performed by government officials ...