Millilandaflug íslenskra flugfélaga : samanburður á stefnum Icelandair og WOW air

Læst til 15.5.2091 Loftflutningar gegna lykilhlutverki í ferðamennsku og alþjóðaviðskiptum. Flugsamgöngur eru mikilvægari á Íslandi heldur en í öðrum löndum samkvæmt niðurstöðum úr nýlegri rannsókn sem gerð var af rannsóknarfyrirtækinu Oxford Economics. Árið 2013 var ferðaþjónusta stærsta útflutning...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Petra Björnsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19180
Description
Summary:Læst til 15.5.2091 Loftflutningar gegna lykilhlutverki í ferðamennsku og alþjóðaviðskiptum. Flugsamgöngur eru mikilvægari á Íslandi heldur en í öðrum löndum samkvæmt niðurstöðum úr nýlegri rannsókn sem gerð var af rannsóknarfyrirtækinu Oxford Economics. Árið 2013 var ferðaþjónusta stærsta útflutningsgrein landsins og var það í fyrsta skipti sem greinin skipaði það sæti. Farþegum í millilandaflugi fer fjölgandi ár hvert og einnig fjölgar flugfélögum sem fljúga til landsins ört. Því er mikilvægara en nokkru sinni áður fyrir íslensku flugfélögin, sem stunda millilandaflug, að útfæra stefnu sína rétt. Fyrir Icelandair er það mikilvægt til þess að halda samkeppnishæfi sínu og halda markaðshlutdeild sinni. Fyrir WOW air er það mikilvægt til þess að byggja upp markaðshlutdeild sína. Markmið þessa lokaverkefnis er að bera saman íslensku flugfélögin tvö sem stunda millilandaflug, Icelandair og WOW air og stefnur þeirra. Verkefnið snýst um að skilgreina helstu einkenni hefðbundinna flugfélaga og lággjaldaflugfélaga með því að bera saman leiðir þeirra við markaðsfærslu, samkeppnisstefnur þeirra, neytendahegðun flugfarþega og ímyndarsmíð. Í því samhengi verða Icelandair og WOW air borin saman. Notast var við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir við vinnslu verkefnisins. Sett var fram spurningakönnun sem viðskiptavinir sem bæði höfðu flogið með Icelandair og WOW air svöruðu. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur spurðir að því hvort þeir veldu annað flugfélagið fram yfir hitt, hver ímynd þeirra á flugfélögunum væri og hvern þeir töldu vera meginmun á Icelandair og WOW air. Að auki var ferðamynstur þátttakenda árið 2013 kannað. Einnig voru send út rafræn viðtöl til flugfélaganna tveggja sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair og Engilbert Hafsteinsson markaðsstjóri WOW air svöruðu. Svör þátttakenda í spurningakönnuninni og starfsmanna flugfélaganna í rafrænu viðtölunum voru svo borin saman og athugað var hvort samræmi væri á milli svaranna. Air transport is more important for Iceland than other ...