Stefnumótun Fríhafnarinnar og fyrirtækjamenning

Læst til 30.4.2085 Í þessu verkefni er fjallað um stefnumótun Fríhafnarinnar, hvernig hún skilar sér til starfsmanna og hvaða áhrif hún hefur á fyrirtækjamenningu og starfsánægju. Mikilvægt er fyrir skipulagsheildir að móta sér skýra stefnu og framtíðarsýn, svo að hagsmunaaðilar þeirra geri sér grei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Haukur Þór Arnarson 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19157
Description
Summary:Læst til 30.4.2085 Í þessu verkefni er fjallað um stefnumótun Fríhafnarinnar, hvernig hún skilar sér til starfsmanna og hvaða áhrif hún hefur á fyrirtækjamenningu og starfsánægju. Mikilvægt er fyrir skipulagsheildir að móta sér skýra stefnu og framtíðarsýn, svo að hagsmunaaðilar þeirra geri sér grein fyrir að hvaða markmiðum er stefnt, hvaða leiðir á að fara til að markmiðum verði náð og hvernig staða skipulagsheildarinnar verður í framtíðinni. Með því að móta sér stefnu geta fyrirtæki náð samkeppnisforskoti á markaði. Til að ná samkeppnisforskoti er ekki nóg að móta sér stefnu heldur verður að miðla henni til starfsmanna á árangurríkan hátt svo vel takist til að framkvæma stefnuna. Stefnumótun er lifandi ferli sem þarfnast stöðugrar eftirfylgni og nauðsynlegt getur verið fyrir skipulagsheildir að fara í gegnum ferlið aftur ef að stefnan er ekki að skila tilætluðum árangri. Sterk tengsl eru á milli stefnumótunar, fyrirtækjamenningu og starfsánægju starfsmanna. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki með sterka menningu standa sig almennt betur og skila meiri árangri heldur en fyrirtæki með veika menningu. Verkefnið er tengt fræðum um skipulagsheildir, stefnumótun, stefnumiðaða stjórnun, fyrirtækjamenningu, innleiðingu og árangursmat á stefnu. Viðtal var tekið við tvo stjórnendur Fríhafnarinnar til að fá þeirra innsýn á viðfangsefnið, auk þess sem framkvæmd var spurningakönnun meðal starfsmanna Fríhafnarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að starfsmenn Fríhafnarinnar þekkja stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins, það ríkir sterk fyrirtækjamenning innan Fríhafnarinnar og starfsmenn eru mjög ánægðir í starfi. Lykilorð: Stefnumótun, fyrirtækjamenning, Fríhöfnin, starfsánægja, innleiðing. This paper focuses on corporate strategy of Duty Free Iceland, how the strategy is communicated to employees and what affect it has on corporate culture and job satisfaction. It is important for organizations to form a well defined strategy and a clear vision, so stakeholders can realize which objectives are pursued, which paths ...