Túlkun á 104. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög: með sérstakri áherslu á hugtakið lán og skattalegum afleiðingum brota

Ritgerðin er lokuð til 2024 Í lokaverkefni þessu er fjallað um 104. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Ákvæðið leggur bann við því að hlutafélag láni eða setji tryggingu fyrir hluthafa, stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra félagsins eða móðurfélags þess. Að auki er þar lagt bann við svokallaðri sjálfsf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar Jóhann Gunnarsson 1982-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19138
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 2024 Í lokaverkefni þessu er fjallað um 104. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Ákvæðið leggur bann við því að hlutafélag láni eða setji tryggingu fyrir hluthafa, stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra félagsins eða móðurfélags þess. Að auki er þar lagt bann við svokallaðri sjálfsfjármögnun félaga. Lögð er áhersla á að greina hvað sé lán í skilningi 104. gr. laganna og skoða hverjar skattalegar afleiðingar þess eru að brjóta á ákvæðinu. Byrjað er á því að skoða þróun laga um hlutafélög á Íslandi sem og sérstaklega þróun 104. gr. í íslenskum rétti. Þá verður gert grein fyrir 104. gr. í heild sinni með sérstakri áherslu á það hverjir falla undir tengda aðila og hvaða skilningur er lagður í hugtakið lán í íslenskum rétti. Farið verður síðan í skattalegar afleiðingar þess að brjóta á 104. gr. Niðurstöður sýna að lokum að eins og 104. gr. er orðuð í dag, að þá virðist hún ekki ná markmiði sínu sem er að viðhalda hlutafé og gæta þess að lán til tengdra aðila séu ekki afgreidd eins og um sjálftöku sé að ræða. Aftur á móti virðist vera komin nokkuð skýr heimild fyrir skattyfirvöld að skattleggja ólögmætar lánveitingar. This thesis examines article 104 of Act no. 2/1995. The provision prohibits that corporations make loans or provide securities for shareholders, board members or shareholders of its company or its parent company. In addition, there is a ban on so-called self-financing. Emphasis is placed on identifying what is a loan within the meaning of Article 104 and to see what the tax consequences are when the provision is broken. The thesis starts by reviewing the development of the Companies Act in Iceland and particularly the development of Article 104. Then emphasis is placed on examining who fall under the Article and what meaning is placed on the concept loan. Then the tax consequences of breaking Article 104 are examined. The conclusions are that Article 104 does not achieve its goal which is maintaining capital and ensure that loans to related parties are not processed without critique. ...