„Leikarar þurfa spark í rassinn“ : staða sí- og endurmenntunar starfandi leikara á Íslandi

Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu sí- og endurmenntunar starfandi leikara. Könnuð voru viðhorf leikara á Íslandi til sí- og endurmenntunar í megindlegri könnun með tilliti til bakgrunns þeirra og hvort greina mætti mun eftir aldri, reynslu og hvar viðkomandi væri menntaður. Niðu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vigdís Másdóttir 1978-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/19136
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu sí- og endurmenntunar starfandi leikara. Könnuð voru viðhorf leikara á Íslandi til sí- og endurmenntunar í megindlegri könnun með tilliti til bakgrunns þeirra og hvort greina mætti mun eftir aldri, reynslu og hvar viðkomandi væri menntaður. Niðurstöður könnunar voru nýttar sem grunnur í eigindleg hálf opin viðtöl við leikara og fagfólk af menntasviði en þau voru hljóðrituð vorið 2014. Tilgangurinn með lokaverkefni þessu er að auka meðvitund um endurmenntun leikara og nýta niðurstöður rannsóknarinnar til framþróunar í þeim efnum. Niðurstöður leiddu í ljós að flestir svarenda telja að sí- og endurmenntun sé leikaranum nauðsynleg. Helsta vandamálið á Íslandi sé hversu tilviljanakennt námskeiðshald sé og hversu lítið framboðið er. Einnig var nefnt að engin opinber stefna hvorki hjá yfirvöldum né stéttarfélagi (Félag íslenskra leikara) er um endurmenntun leikara. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að mikil þörf sé á að koma endurmenntunarmálum leikara í einhvern farveg: ákveða hver á að sinna þeim og hver á að meta þörf á endurmenntunarnámskeiði hverju sinni. Vonandi koma niðurstöður rannsóknarinnar sem innlegg inn í þær umræður. The aim of this study was to evaluate the status of continuing education among Icelandic actors. In a quantitive survey actors were asked about their opinions of continuous education and their background was compaired to see if there was a difference in opinions in terms of age, experience and where they studied. Those results then made the basis of qualitative semi-structured interviews with actors and professionals from the education sector, which where recorded in the spring of 2014. The main goal of this thesis is to raise awareness amongst actors about continuing education and with the hope that the results of this research may promote progress in the field. The results showed that most actors stated that continuous education is essential to the actor. The main issue in Iceland seems to be lack of structure and the seminars being ...