Iðja karla í kjölfar starfsloka

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu eldri karla um val þeirra og aðstæður til iðju, daglegar venjur, hlutverk og afdrifaríka atburði. Leitast var við að svara spurningunni: Hver er upplifun karla á eigin iðju í kjölf...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hildur Þráinsdóttir, Valborg Huld Kristjánsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/191
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu eldri karla um val þeirra og aðstæður til iðju, daglegar venjur, hlutverk og afdrifaríka atburði. Leitast var við að svara spurningunni: Hver er upplifun karla á eigin iðju í kjölfar starfsloka? Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og gagna aflað með viðtölum. Viðtalsramminn Occupational Performance History Interview II (OPHI II) var hafður til hliðsjónar. Þátttakendur voru sex karlmenn á aldrinum 71 til 79 ára sem bjuggu allir í eigin húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þeir álitu sig vera við góða heilsu og höfðu lokið launuðum störfum. Gagnagreining byggðist á verklagi grundaðrar kenningar þar sem öll gögn voru lesin ítarlega og kóðuð í nokkrum umferðum. Eftirfarandi þrjú þemu urðu til: (1) viðfangsefni karlanna, (2) lífstaktur og (3) sýn á lífið. Fram kom að flestir karlanna byrjuðu ungir að vinna og unnu langa vinnudaga. Lítill tími gafst til tómstundaiðju og fæstir sinntu heimilisstörfum innandyra samhliða starfi. Á þessu varð nokkur breyting eftir starfslok. Flestir karlanna töldu sig hafa nóg fyrir stafni í daglegu lífi. Yngri karlarnir virtust enn vera í leit að nýjum lífstakti. Um leið og þeir lýstu frelsi undan kröfum vinnunnar söknuðu þeir verkefna þar sem þeir komu að gagni. Allir álitu mikilvægt að vera virkir og hreyfa sig til að viðhalda heilsu. Náin tengsl við fjölskyldu voru einnig þýðingarmikil. Fram kom að körlunum var það mikils virði að búa sem lengst heima og halda sjálfræði sínu. Lykilhugtök: Iðja, starfslok.