Einlyftar steinsteyptar viðbyggingar í miðbæ Reykjavíkur : uppruni, saga og samhengi

Í miðbæ Reykjavíkur og gamla Vesturbæ er víða að finna sérstakar viðbyggingar. Þær eru litlar og kassalaga í formi. Þessi hús eru steypt, einlyft og mjó. Þau eru með einhalla, lágreistu eða flötu þaki og standa fast upp við gangstétt. Flest þeirra eru með síðum gluggum og gengið er inn í þau frá göt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Davíð Sigurðarson 1985-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18930
Description
Summary:Í miðbæ Reykjavíkur og gamla Vesturbæ er víða að finna sérstakar viðbyggingar. Þær eru litlar og kassalaga í formi. Þessi hús eru steypt, einlyft og mjó. Þau eru með einhalla, lágreistu eða flötu þaki og standa fast upp við gangstétt. Flest þeirra eru með síðum gluggum og gengið er inn í þau frá götu. Gólfflötur þeirra er oftast á bilinu 20 til 40 fermetrar. Flestar viðbyggingana eru með síðum verslunargluggum en í mörgum þeirra er engin verslunarrekstur í dag. Viðbyggingarnar hýstu margar fjölbreyttan atvinnurekstur á síðustu öld og eru dæmi um hvernig fjölbreytt og öðruvísi atvinnustarfsemi getur lifað þegar kostnaður við húsnæði er lítill. Byggingarnar eru einnig dæmi um hvernig arkitektúr frá mismunandi tímabilum getur búið til áhugaverðar götumyndir án þess að raska sögulegu gildi byggingararfs.