SKÆS : námsspil í fjármálalæsi

Læst til 30.4.2034 Þessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs við Hug- og félagsvísindasvið, kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2014. Viðfangsefni ritgerðarinnar er fjármálalæsi á Íslandi. Ritgerðin samanstendur af greinargerð og námsspili sem hægt er að nota í kennslu í fjármálal...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kolbrún Sjöfn Magnúsdóttir 1974-, Elfa Rán Rúnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18871
Description
Summary:Læst til 30.4.2034 Þessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs við Hug- og félagsvísindasvið, kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2014. Viðfangsefni ritgerðarinnar er fjármálalæsi á Íslandi. Ritgerðin samanstendur af greinargerð og námsspili sem hægt er að nota í kennslu í fjármálalæsi á unglingastigi í grunnskóla. Fjallað er um stöðu fjármálalæsis á Íslandi út frá helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið. Þar kemur fram að staða fjármálalæsis sé mikið áhyggjuefni og að þörf sé á meiri fræðslu í fjármálum. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að almenn menntun sé undirstaða almennrar velferðar, ein meginstoð lýðræðis og efling einstaklingsins í sjálfstæðri hugsun og í því að bregðast við nýjum aðstæðum. Þar segir að búa eigi nemendur undir líf og starf í lýðræðislegu þjóðfélagi með því að efla skilning þeirra á réttindum, skyldum og ábyrgð. Efla á skilning á þáttum eins og atvinnuháttum, fjölskylduábyrgð og fjármálaskyldum. Í ritgerðinni var farið yfir megnið af því efni sem í boði er til kennslu í fjármálalæsi. Í ritgerðinni var farið var í gegnum námsefni á vegum Námsgagnastofnunar. Grunnskólar hafa getað leitað til banka eða sparisjóða og fengið hjá þeim kennsluefni en bent hefur verið á nauðsyn þess að skólar hafi aðgang að hlutlausu og vönduðu fræðsluefni svo að kennsla tengist ekki ákveðnum vörumerkjum. Því var ákveðið að útbúa námsspilið SKÆS í fjármálalæsi. Markmið spilsins er að gera efni eins og fjármálæsi, sem gæti reynst unglingum flókið og fjarlægt að skemmtilegu, áhugaverðu og lærdómsríku efni. Ósk höfunda er að unglingar geti öðlast betri þekkingu í fjármálum en um leið skemmt sér vel. Í lok ritgerðarinnar er fjallað um SKÆS og þær hugmyndir sem búa að baki spilinu. This essay is written as a final project for a B.Ed.-degree at the School of Humanities and Social Sciences at the University of Akureyri in the spring of 2014. The subject matter is financial literacy in Iceland. The essay consists of a report and an educational game board, which can be used in teaching financial ...