Netverslun Íslendinga : hversvegna kjósa íslendingar að versla við netverslanir?

Netverslun er ekki ný af nálinni en frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa neytendur getað verslað vörur á internetinu og fengið þær sendar upp að dyrum. Á síðustu árum hefur netnotkun aukist töluvert á Íslandi og tengist tæplega 97% þjóðarinnar á aldrinum 16 til 74 ára internetinu árið 2013 sam...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanný Lilja Hermundardóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18859
Description
Summary:Netverslun er ekki ný af nálinni en frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa neytendur getað verslað vörur á internetinu og fengið þær sendar upp að dyrum. Á síðustu árum hefur netnotkun aukist töluvert á Íslandi og tengist tæplega 97% þjóðarinnar á aldrinum 16 til 74 ára internetinu árið 2013 samkvæmt Hagstofu Íslands. Aftur á móti er netverslun Íslendinga í lægra lagi ef miðað er við önnur Norðurlönd. Á Íslandi versluðu tæplega 56% Íslendinga við netverslun árið 2013 en á Norðurlöndunum er hlutfallið á bilinu 65% til 77%. Neytendahegðun er mismunandi eftir einstaklingum og eru margar breytur sem hafa áhrif á neytendahegðun einstaklings. Þessar breytur geta verið sálfræðilegar, félagslegar, hagfræðilegar og menningalegar. Kaupákvörðunarferli einstaklings er einnig mismunandi eftir því hvort um sé að ræða flókna kaupákvörðun eða svokallaða heuristic sem á sér stað þegar um er að ræða kaup á hlutum sem skipta einstaklinginn litlu máli. Ákvörðunartaka einstaklinga á internetinu er svipuð og um væri að ræða hefðbundnar búðir. Internetið gerir neytandanum þó kleift að geta rannsakað vöruna betur og borið hana saman við sambærilegar vörur hjá öðru fyrirtæki með litlum vandkvæðum. Höfundur sendi út könnun á fyrrum og núverandi nemendur við Háskólann á Bifröst þar sem þeir voru beðnir að svara nokkrum spurningum tengdum netverslun. Niðurstöður spurningakönnunar sem og rannsóknir höfundar leiddu í ljós að oftar en ekki skiptir verðlag mestu máli þegar kom að því að versla við netverslanir. Einfaldleikinn við netverslun ásamt því að geta verslað hvernær sem er sólarhrings hafði einnig mikil áhrif. Ecommerce has been around since the 1990s and have consumers been able to shop online and have them delivered to their homes. In the last few years Icelandic people have been using the Internet more often and around 97% of the nation used the Internet within three months in 2013 according to Statistics Iceland. Ecommerce in Iceland is quite low considering ecommerce in the Nordic countries. In Iceland less than 56% of ...