Heimavinna : viðhorf kennara og nýjar leiðir

Í ritgerðinni er fjallað um heimavinnu nemenda. Meginmál ritgerðarinnar skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðilegur og fjallar hann um hugtakið heimavinnu, markmið hennar og mismunandi þætti. Skoðað var hvað fræðin segja um árangur heimavinnu og gerð voru grein fyrir rökum með og á móti heimav...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Linda Brá Sveinsdóttir 1990-, Erik Newman 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18857
Description
Summary:Í ritgerðinni er fjallað um heimavinnu nemenda. Meginmál ritgerðarinnar skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðilegur og fjallar hann um hugtakið heimavinnu, markmið hennar og mismunandi þætti. Skoðað var hvað fræðin segja um árangur heimavinnu og gerð voru grein fyrir rökum með og á móti heimavinnu. Einnig var hlutverk kennara í heimavinnu skoðað og áhrif þátttöku foreldra. Rýnt var í gagnvirka heimavinnu og ýmis ný forrit og kerfi sem þróuð hafa verið til að bæta heimavinnu. Þá voru sérstaklega skoðuðu vef-miðuð kennslukerfi, snjallkennslukerfi og nýir kennsluhættir eins og speglaðar kennsluaðferðir. Seinni hluti ritgerðarinnar er könnun á viðhorfi kennara á unglingastigi til heimavinnu. Skiptar skoðanir eru á árangri heimavinnu og hvort hún eigi rétt á sér í skólakerfi samtímans. Sumir skólar eru ekki með heimavinnu fyrir nemendur og hefur tíminn sem unglingar verja í heimavinnu dregist saman á síðustu árum. Því virðist sem fylgi heimavinnu fari minnkandi á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að heimavinna getur stuðlað að bættum námsárangri nemenda sé hún vel skipulögð. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að þátttaka foreldra í heimavinnu nemenda geti skilað sér í bættum námsárangri. Á móti er bent á að ef illa er staðið að heimavinnu getur hún verið íþyngjandi fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Framkvæmd var könnun meðal kennara á unglingastigi. Í úrtakinu voru allir kennarar sem kenna bóklegar greinar í sex skólum á Akureyri, alls 53 kennarar og fengust svör frá 37 kennurum. Kannað var viðhorf kennara til heimavinnu og voru niðurstöður könnunarinnar bornar saman við niðurstöður svipaðrar könnunar sem framkvæmd var fyrir tíu árum. Samanburðurinn leiddi í ljós að viðhorf kennara til heimavinnu hafi hrakað. Þá var einnig skoðað hvort kennarar nýttu sér nýjungar í heimavinnu eins og gagnvirk tölvukerfi og sýndu niðurstöður að mikill minnihluti nýtir sér þessar nýjungar. Heimavinna er vandmeðfarið verkfæri sem hefur verið rætt um og rannsakað meðal fræðimanna og annarra í langan tíma. Til þess að kennarar geti ...