„Þarna var ég bara að fá framtíðarfrelsi“ : iðja karla á Akureyri eftir starfslok

Fjölgun í hópi aldraðra er meiri en í öðrum aldurshópum vegna aukinna lífslíka og minni frjósemi. Mikilvægt er, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið, að viðhalda og stuðla að heilsu á efri árum til að þau verði sem farsælust en þá getur iðja verið mikilvægt verkfæri. Við starfslok eiga sé...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Heiða Björg Kristjánsdóttir 1990-, Júlía Mist Almarsdóttir 1986-, Margrét Rós Sigurðardóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18847
Description
Summary:Fjölgun í hópi aldraðra er meiri en í öðrum aldurshópum vegna aukinna lífslíka og minni frjósemi. Mikilvægt er, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið, að viðhalda og stuðla að heilsu á efri árum til að þau verði sem farsælust en þá getur iðja verið mikilvægt verkfæri. Við starfslok eiga sér stað breytingar á iðju sem fela í sér endurskoðun einstaklingsins á eigin venjum og hlutverkum. Misjafnt er hvernig fólk upplifir þessar breytingar og tekst á við þær. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða þær breytingar sem verða á iðju karla á Akureyri eftir starfslok og hvernig þátttaka þeirra í samfélaginu er. Spurningarnar sem verkefninu er ætlað að svara eru: 1) Hvernig upplifa karlar á Akureyri breytingar á iðju sinni í kjölfar starfsloka? 2) Hvernig upplifa karlar á Akureyri þátttöku sína í samfélaginu eftir starfslok? Þátttakendur í rannsókninni eru níu karlar sem fóru á eftirlaun á árunum 2007 til 2012 og eiga lögheimili á Akureyri. Fjögur stéttarfélög á Akureyri útveguðu þátttakendur fyrir rannsóknina. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem stuðst er við hálfstaðlaðan viðtalsramma. Aðferðir fyrirbærafræði voru notaðar við gagnagreiningu en slík rannsóknaraðferð er gjarnan notuð til að bæta skilning fólks á mannlegum fyrirbærum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplifun karlanna af breytingum sem tengdust starfslokunum var almennt jákvæð þar sem þeir fylltu tíma sinn með þýðingarmikilli iðju í stað vinnunnar. Breytingarnar fólust meðal annars í auknu frelsi og að meiri tími gafst með fjölskyldu, til að sinna heimilisstörfum og stunda áhugamál. Þátttaka karlanna í samfélaginu var á þann veg að flestir voru virkir í ýmiss konar félagsstarfi. Heilsa var þátttakendum mikilvæg og þeir voru meðvitaðir um gildi virkni fyrir eigin heilsu og vellíðan. Lykilhugtök: Aldraðir, iðja, starfslok, þátttaka, virkni. The elderly population is growing more than other age-groups due to higher life-expectancy and lower fertility. It is important, both for the individual himself and the society, that ...