Útskriftarleiðbeiningar af slysa- og bráðadeildum

Læst til 31.5.2015 Þessi heimildasamantekt er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins var að skoða útskriftarleiðbeiningar frá slysa- og bráðadeildum og kanna hvort nægilega góður skilningur væri á þeim og þá hvað væri að vefjast fyrir fólki. Ein...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ásta Dröfn Björgvinsdóttir 1985-, Luciana Clara Păun 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18823
Description
Summary:Læst til 31.5.2015 Þessi heimildasamantekt er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins var að skoða útskriftarleiðbeiningar frá slysa- og bráðadeildum og kanna hvort nægilega góður skilningur væri á þeim og þá hvað væri að vefjast fyrir fólki. Einnig vildum við skoða innihald útskriftarleiðbeininganna og á hvaða formi væri best að koma þeim til skila. Höfundar lögðu af stað með vinnslu verkefnisins með þrjár rannsóknarspurningar í huga: • Skilja einstaklingar útskriftarleiðbeiningar sem þeim eru veittar af slysa- og bráðadeildum? • Eru veittar nægilega góðar og skýrar útskriftarleiðbeiningar af slysa- og bráðadeildum? • Á hvaða formi er best að veita útskriftarleiðbeiningar til að þær komist sem best til skila? Skoðaðar voru greinar frá árunum 1995 til 2014 sem fjölluðu um útskriftarleiðbeiningar frá slysa- og bráðadeildum eða tengdu efni til að svara rannsóknarspurningunum. Niðurstöður heimildasamantektarinnar leiddu í ljós að einstaklingar höfðu upp til hópa ekki nægilega góðan skilning á útskriftarleiðbeiningum frá slysa- og bráðadeildum, oft vegna ófullnægjandi og óskýrra leiðbeininga. Það helsta sem einstaklingar skildu ekki voru leiðbeiningar um sjálfsumönnun eftir að heim væri komið sem og ástæður til endurkomu á slysa- og bráðadeild. Algengt var að útskriftarleiðbeiningar væru veittar munnlega en rannsóknir bentu til þess að skriflegar leiðbeiningar með munnlegum leiðbeiningum gætu aukið skilning einstaklinga. Rannsóknir sýndu að margir þættir komu að skilningi einstaklinga á útskriftarleiðbeiningum, t.d. aldur, hugrænt ástand og heilsulæsi og því verður heilbrigðisstarfsfólk að vera vakandi fyrir þeim möguleika að mikilvægar leiðbeiningar komist jafnvel ekki til skila. Engar íslenskar rannsóknir fundust um efnið en við teljum að nauðsynlegt sé að kanna stöðu þessara mála hér á landi. Lykilhugtök: útskriftarleiðbeiningar, skilningur, slysa- og bráðadeild. This literature review is a final project for a B.S. degree in nursing at University of ...