Álags- og streituvaldar meðal para í stjúpfjölskyldum

Fjölskyldumynstur hafa breyst mikið síðustu árin og virðist kjarnafjölskyldan ekki vera eins ríkjandi og áður var. Stjúpfjölskyldum fer fjölgandi hér á landi og lítið af rannsóknum liggja fyrir sem varpa ljósi á þá mögulegu erfiðleika sem þeirri nýju heild fylgir. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á a...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Alma Sigurbjörnsdóttir 1980-, Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18795
Description
Summary:Fjölskyldumynstur hafa breyst mikið síðustu árin og virðist kjarnafjölskyldan ekki vera eins ríkjandi og áður var. Stjúpfjölskyldum fer fjölgandi hér á landi og lítið af rannsóknum liggja fyrir sem varpa ljósi á þá mögulegu erfiðleika sem þeirri nýju heild fylgir. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að streitu upplifun einstaklinga innan stjúpfjölskyldna virðist vera meiri samanborið við streitu í kjarnafjölskyldum. Álag og streita fylgja oft í kjölfarið þegar tekist er á við breytingar eins og að byggja upp nýja fjölskylduheild. Markmið rannsóknarinnar var að skoða álags- og streituvalda meðal para í stjúpfjölskyldum. Notast var við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð til gagnasöfnunar. Í megindlega hluta rannsóknarinnar var lagður fyrir rafrænn spurningalisti sem innihélt 25 spurningar og var hann sendur út á póstfangalista grunnskóla á Austurlandi í gegnum Mentor kerfið og einnig var netslóð spurningalistans birt á fésbókarsíðu Stjúptengsla (n=107). Í eigindlega hlutanum voru settir saman tveir fimm manna rýnihópar sem hittust hvor um sig einu sinni í tveggja tíma umræðum til að fá meiri dýpt í þá svörun sem fengin var úr spurningarlistanum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fólk virðist vera hamingjusamara í núverandi sambandi en streitan samt til staðar, þó í minna mæli en áður. Einnig mælist streita mest hjá pörum þar sem lengd sambands hefur varað í þrjú til sex ár og aðal áhrifavaldar eru fjárhagur og óuppgerð mál við fyrrverandi maka. Í stjúpfjölskyldum er að finna mörg áreiti sem ekki eru til staðar í öðrum fjölskylduheildum og mikilvægt er að skoða frekar. Aukið áreiti og neikvæð samskipti valda álagi og streitu sem geta haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu einstaklinga. Lykilorð: Stjúpfjölskyldur, streita, samskipti Family patterns have changed considerably during the past years and the nuclear family does not seem to be as dominant as before. The number of step families is increasing in Iceland - and a limited amount of research exists to illustrate the possible ...