Unglingar á Íslandi 2011 : áhrif búsetu á viðhorf þeirra og líðan

Ritgerð þessi er byggð á megindlegri rannsókn sem gerð var veturinn 2013-2014.Markmið rannsóknarinnar var að skoða helstu áhrifaþætti sem búsetuþróun hefur haft á viðhorf og líðan unglinga hér á landi. Notast var við gögn úr ESPAD spurningalista sem lagður var fyrir unglinga á aldrinum 15-16 ára vor...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Dagbjört Elín Pálsdóttir 1980-, Ólöf Sólveig Björnsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18782
Description
Summary:Ritgerð þessi er byggð á megindlegri rannsókn sem gerð var veturinn 2013-2014.Markmið rannsóknarinnar var að skoða helstu áhrifaþætti sem búsetuþróun hefur haft á viðhorf og líðan unglinga hér á landi. Notast var við gögn úr ESPAD spurningalista sem lagður var fyrir unglinga á aldrinum 15-16 ára vorið 2011 í öllum grunnskólum hér á landi. Í úrtakinu voru 3.428 unglingar sem skiptust niður í 1.667 stelpur og 1.761 stráka. Þar af voru 2.842 unglingar búsettir í þéttbýli og 586 í dreifbýli. Spurningalisti ESPAD er staðlaður þar sem hann er samvinnuverkefni yfir 40 landa í Evrópu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikill meirihluti unglinga eru stoltir af því að vera Íslendingar en þrátt fyrir það virðast þeir ekki sjá fyrir sér framtíð hér á landi þar sem stór hluti þeirra kýs frekar búsetu í útlöndum. Erfitt getur verið að segja til um hvort ástæður þess séu sókn í aukna menntun, atvinnutækifæri eða efnahagsþrengingar. Samkvæmt niðurstöðunum líður unglingsstúlkum verr en strákum. Það kom ekki á óvart enda hafa fyrri rannsóknir sýnt sömu niðurstöður. Hinsvegar var ekki hægt að greina mikinn mun á milli stúlkna eftir búsetu í þessari rannsókn. Það er í mótsögn við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt að stelpum sem búa í dreifbýli líður verr en stelpum sem búa í þéttbýli. Þegar viðhorf unglinganna til kynhlutverka var skoðað, kom í ljós að hugmyndir um hin hefðbundnu kynjahlutverk voru ráðandi. Þessa sýn á hefðbundin kynhlutverk var þó frekar að finna hjá unglingum í dreifbýli. Unglingar hér á landi virðast hafa sterk félagsleg tengsl við foreldra sína og vini. Ekki var mikill munur á kynjunum en þó var merkjanlegur munur, þar sem strákar virtust hafa örlítið sterkari félagsleg tengsl en stelpur. This thesis is based on data from the ESPAD questionnaire. The ESPAD questionnaire is conducted in 40 European countries every four years where students are asked about their well-being and their perception towards various issues such as gender roles. The ESPAD questionnaire was conducted in all secondary schools in Iceland ...