,,Allt til þess að vera í sveitinni, við erum komin heim" : aðstæður, reynsla og viðhorf ungra bænda.

Íslenska bændasamfélagið er gamalgróið og getur það reynst erfitt fyrir einstaklinga með nýja og ferska sýn að koma inn í það og ætla sér að breyta til. Í þessari ritgerð hefur verið leitast eftir að skoða aðstæður, reynslu og viðhorf ungra bænda á Íslandi hvað varðar samfélagslega og efnahagslega s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18781
Description
Summary:Íslenska bændasamfélagið er gamalgróið og getur það reynst erfitt fyrir einstaklinga með nýja og ferska sýn að koma inn í það og ætla sér að breyta til. Í þessari ritgerð hefur verið leitast eftir að skoða aðstæður, reynslu og viðhorf ungra bænda á Íslandi hvað varðar samfélagslega og efnahagslega stöðu þeirra. Leitast er eftir svörum við því hvers vegna einstaklingar taka þá ákvörðun að búa í sveit og hvernig þeir upplifa að vera ungir bændur. Verkefnið felur í sér eigindlega frumrannsókn og byggir á viðtölum við fimm ung bænda pör. Rannsakandi skilgreinir ungan bónda sem einstakling undir fertugu sem hefur ekki stundað búskap lengur en tíu ár. Í fyrsta kafla er skoðuð aldur- og kynjahlutföll í strjálbýli Íslands. Einnig er farið í gegnum fjölda einstaklinga og kynjaskiptingu í Bændasamtökum Íslands. Í kafla tvö er skoðuð nýliðun í landbúnaði út frá sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Í kafla þrjú er gerð grein fyrir niðurstöðum viðtalsrannsóknarinnar. Gengið er út frá tveimur megin spurningum, hvers vegna býrðu í sveit? og hvernig er að vera ungur bóndi? Í fjórða kafla er umræða og lokaorð. Viðtalsrannsóknin leiddi í ljós að margir einstaklingar hafa lent í neikvæðu viðhorfi eða umtali þegar þeir koma inn í bændasamfélagið. Ekki er alltaf borin virðing fyrir breytingum þeirra á vinnuháttum. Viðmælendurnir sögðu erfitt að taka fyrstu skrefin í búskap, þá sérstaklega hvað varðar fjármögnun. Erfitt væri að fá lán fyrir framleiðslu sem gæfi lítið af sér. Þrátt fyrir þá vissu að vinnan myndi ætíð vera strit voru viðmælendur bjartsýnir á framtíðina og tilbúnir að takast á við ný verkefni. The Icelandic agricultural community is resilient and deeply rooted and it can be difficult for individuals to introduce novel ideas and practices while taking their first steps as farmers. This thesis focuses on the circumstances, experiences and perspectives of young farmers in Iceland as concerns their social and economic status and condition. Attempts are made at understanding why individuals decide to become a farmer and how ...