Laxeldi í köldum strandsjó : árangur og samanburður

Læst til 9.5. 2016 Verkefni þetta fjallar um áhrif umhverfishitastigs á vöxt Atlantshafslax í sjókvíum á norðlægum slóðum. Vaxtagögn milli landa eru borin saman með það að markmiði að kanna samkeppnishæfni laxeldis í fjörðum á Vestfjörðum á Íslandi samanborðið við Troms fylki í Norður-Noregi og Fære...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Friðrik Þór Bjarnason 1983-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18774
Description
Summary:Læst til 9.5. 2016 Verkefni þetta fjallar um áhrif umhverfishitastigs á vöxt Atlantshafslax í sjókvíum á norðlægum slóðum. Vaxtagögn milli landa eru borin saman með það að markmiði að kanna samkeppnishæfni laxeldis í fjörðum á Vestfjörðum á Íslandi samanborðið við Troms fylki í Norður-Noregi og Færeyjar. Einnig var gerður samanburður á vexti milli svæða í Norður-Noregi og á Vestfjörðum. Vaxtarstuðull (TGC)var ennfremur nýttur í vaxtalíkan til þess að spá fyrir um vöxt ef laxaseiði væru sett út í sjó fyrr á árinu en jafnan er gert og af mismunandi stærð. Helstu niðurstöður eru þær að Atlantshafslax sem alinn er við Vestfirði vex hægar en lax í Troms fylki í Norður-Noregi og við Færeyjar. Meginástæða þessa munar í vexti er að leita í sjávarhita yfir vetrartímann. Á tímabilinu frá janúar til maí vex laxinn hægt í sjó hér við land þar sem hitastig helst í kringum 2°C í allt að 5 mánuði. Hinsvegar þá bætir fiskurinn að einhverju leiti upp lítinn vöxt yfir vetrarmánuðina með góðum vaxtarkipp þegar kemur fram í maí-júní. Niðurstöður benda ennfremur til þess að mögulega megi ná sama árangri í vexti og næst í Norður-Noregi og í Færeyjum með því að ala stærri seiði í kerum á landi og setja fyrr út í sjó að vori en hefðbundið er gert. Lykilorð: Atlantshafslax, Sjókvíaeldi, Sjávarhiti, Vöxtur, TGC líkan This project is aimed at investigating the effects of environmental temperatures on the growth of Atlantic salmon farmed in sea cage at different locations in northern latitudes, in the Westfjords of Iceland as compared with Troms commune in Northern Norway and the Faroe Islands. The comparison also includes growth of salmon farmed in different regions of Northern Norway and the Westfjords of Iceland. In addition, TGC was inserted into model to predict the growth if larger juveniles were put to sea earlier than commonly practiced. The main results indicate that Atlantic salmon produced in the Westfjords of Iceland grows slower than salmon farmed in Northern Norway and the Faroe Islands. This is mainly explained by ...