Kynfræðsla unglinga : viðhorf kennara og skólahjúkrunarfræðinga til kynfræðslu unglinga

Umfjöllunarefni rannsóknarinnar sem lýst er í þessari ritgerð er kynfræðsla unglinga. Tilgangur hennar var að kanna hvert viðhorf kennara og skólahjúkrunarfræðinga á Akureyri er til kynfræðslu. Rannsóknin var eigindleg þar sem notuð var fyrirbærafræðileg nálgun. Viðtöl voru tekin við sex einstakling...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rakel Óla Sigmundsdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18720
Description
Summary:Umfjöllunarefni rannsóknarinnar sem lýst er í þessari ritgerð er kynfræðsla unglinga. Tilgangur hennar var að kanna hvert viðhorf kennara og skólahjúkrunarfræðinga á Akureyri er til kynfræðslu. Rannsóknin var eigindleg þar sem notuð var fyrirbærafræðileg nálgun. Viðtöl voru tekin við sex einstaklinga, þrjá kennara og þrjá skólahjúkrunarfræðinga sem allir hafa reynslu og þekkingu á kynfræðslu. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með í upphafi rannsóknar var: Hvert er viðhorf kennara og skólahjúkrunarfræðinga til kynfræðslu? Helstu niðurstöður voru þær að viðmælendur höfðu heilt á litið nokkuð jákvætt viðhorf til kynfræðslu og töldu allir hana vera mikilvægan þátt í lífi unglinga. Þá kom í ljós að öllum viðmælendum fannst að fræðslan ætti að byrja fyrr en hún gerir í dag. Þáttur foreldra þegar kemur að því að fræða börnin sín um kynlíf er er ekki mikill að þeirra mati og því fannst þeim mikilvægt að fræðslan færi fram í skólanum. Með því að fræða nemendur um kynlíf er verið að gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þeir fá ef til vill ekki frá foreldrum sínum. Viðmælendur töldu jafnframt að áhrif kláms væru sýnileg í fræðslunni og töluðu allir um mikilvægi þess að eyða ranghugmyndum sem nemendur kynnu að hafa úr kláminu. The aim of this study is to describe and analyze the conduct of sex education for teenagers. The objective is to examine the attitude and outlook towards sex education amongst teachers and school nurses in Akureyri. The study is qualitative and a phenomenological approach was used. Six individual interviews were conducted; with three teachers and three school nurses, all of whom are experienced and knowledgable sex educators. The researcher started out with the following research question: What is the attitude towards sex education amongst teachers and school nurses? The main conclusion was that the participants had a positive view towards sex education and believed it to be an important aspect of teenage life; they also thought that this form of education should begin earlier ...