Borgarfjallið Esja : útivistarsvæði við borgarmörk

Breyttur lífsstíll og vitundarvakning um mikilvægi útivistar og hreyfingar fyrir bætta lýðheilsu hefur á undanförnum árum haft í för með sér aukna notkun á útivistarsvæðum á jaðarbeltum höfuðborgarsvæðisins. Borgarfjallið Esja er eitt af þeim svæðum þar sem sífellt fleiri stunda útivist og hreyfingu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hallfríður Guðmundsdóttir 1972-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18687
Description
Summary:Breyttur lífsstíll og vitundarvakning um mikilvægi útivistar og hreyfingar fyrir bætta lýðheilsu hefur á undanförnum árum haft í för með sér aukna notkun á útivistarsvæðum á jaðarbeltum höfuðborgarsvæðisins. Borgarfjallið Esja er eitt af þeim svæðum þar sem sífellt fleiri stunda útivist og hreyfingu sér til skemmtunar og heilsubótar. Erfitt er að meta til fulls þá kosti sem svæðið hefur. Því er hætta á að litið verði framhjá þeim í skipulagi og meiri hagsmunum mögulega fórnað fyrir minni. Mikilvægt er að sveitarfélög kortleggi þau tækifæri sem felast í gæðum útivistarsvæða við borgarmörk og marki sér stefnu um nýtingu þeirra í samráði við aðra aðila sem svæðinu tengjast. Þannig má nýta betur þau verðmæti sem í svæðunum felast og styðja við nauðsynlegt viðhald þeirra og uppbyggingu. Helstu markmið með athuguninni eru að greina notkun athugunarsvæðis sunnan við Esju með spurningakönnun og djúpviðtölum. Með því er ætlunin að draga betur fram kosti þess að borgarbúar hafi aðgang að útivistarsvæðum við borgarmörk og efla um leið þekkingu á notkun og viðhorfi notenda. Verkefnið leiddi í ljós að notendur eru helst að sækjast eftir að upplifa náttúruna og að komast á útivistarsvæði í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Flestir fara sömu leiðina upp fjallið þrátt fyrir fjölbreytt stígakerfi og fáir notendur taka börn með. Þá kom einnig fram að ásókn er í svæðið til annarra nota og að sú notkun gæti sett í hættu þau gæði sem núverandi notendur eru að sækjast eftir. Í lokin er komið með hugmynd að skipulagi fyrir svæðið en mikilvægt er að endanlegt deiliskipulag sé unnið í náinni samvinnu allra hagsmunaaðila til þess að sátt myndist og skilningur um ákvörðunartöku. Lifestyle changes and increased health awareness have resulted in greater use of recreational areas in fringe belts in city regions. The City Mountain Esja is close to the capital Reykjavík and is one of the areas with the greatest rise in outdoor activities and exercise for leasure and health. Esja can be seen from a long distance as it towers over the capital area ...