„Ég vil vera á raungreinasviði en ég treysti mér ekki til þess“ : rannsókn á upplifun og viðhorfi nemenda Menntaskólans á Akureyri til náms á ólíkum sviðum

Læst til 5.5.2134 Árið 2010 var innleidd ný skólanámskrá í Menntaskólanum á Akureyri þar sem nemendur hafa val um tvö grunnnámssvið, raungreinasvið og tungumála- og félagsgreinasvið. Undanfarin ár hefur dregið úr aðsókn nemenda á raungreinasvið skólans og hlutfall þeirra sem skipta um svið er líða t...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Gígja Káradóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18620
Description
Summary:Læst til 5.5.2134 Árið 2010 var innleidd ný skólanámskrá í Menntaskólanum á Akureyri þar sem nemendur hafa val um tvö grunnnámssvið, raungreinasvið og tungumála- og félagsgreinasvið. Undanfarin ár hefur dregið úr aðsókn nemenda á raungreinasvið skólans og hlutfall þeirra sem skipta um svið er líða tekur á námið hefur hækkað. Stjórnendur og kennarar hafa áhyggjur af þessari þróun og tala jafnvel um flótta af raungreinasviði skólans. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á ástæður þessarar þróunar auk þess að koma með hugmyndir að úrbótum sem skólinn getur nýtt til að sporna við henni. Rannsóknin byggir á rafrænni könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 2., 3. og 4. bekk og var jafnframt hluti af innra mati skólans. Niðurstöður rannsóknarinnar eru skýrar. Fram kom að aðallega þrjár ástæður stýra vali á námssviði og brautarskiptum nemenda. Þessir ástæður eru álag í námi, stærðfræði- og eðlisfræðikennsla skólans og að áhugi nemenda breytist þegar líða tekur á námið. Eins benda niðurstöður til að álag á sviðunum tveim sé ójafnt en þættir eins og samanburður á athöfnum nemenda utan skóla (t.d. heimavinna og vinna með skóla) og svör nemenda virðast renna stoðum undir það. Niðurstöður benda ennfremur til þess að nauðsynlegt sé að endurskoða nokkra þætti á raungreinasviði. Skoða kennsluhætti í stærðfræði og eðlisfræði og dreifa betur álagi á skólaárin. Skoða möguleikann á að samræma betur kröfur á tveim grunnsviðum skólans þar sem horft er til vinnuframlags nemenda út frá framhaldsskólaeiningum. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að því að efla trú nemenda á eigin getu í raungreinum og efla jákvætt viðhorf nemenda til náms og kennslu sviðsins. Stórum hluta nemenda líður vel í skólanum, en markmiðið er að hækka þetta hlutfall enn frekar og skapa þann skólabrag sem lagt er upp með í skólasýn Menntaskólans á Akureyri. Nokkur helstu lykilhugtök: Menntaskólinn á Akureyri (Akureyri Junior College), raungreinasvið (The Natural Science Programme), val á námi (choice of study) og stærðfræði (mathematic). In ...