Fjölþætt sýn á geðheilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum : Viðhorf, þjónusta, úrræði

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur rannsóknarinnar: Tilgangurinn með þessari rannsókn er að leiða saman lykilfólk sem starfar að geðheilbrigðismálum í Vestmannaeyjum og fá fram hver sé raunveruleg staða þjónustunnar, viðhorf þessa lykilfólks og hugmyndir að betr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Auður Ásgeirsdóttir, Hrund Gísladóttir, Rósa Gunnarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/186
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur rannsóknarinnar: Tilgangurinn með þessari rannsókn er að leiða saman lykilfólk sem starfar að geðheilbrigðismálum í Vestmannaeyjum og fá fram hver sé raunveruleg staða þjónustunnar, viðhorf þessa lykilfólks og hugmyndir að betri úrræðum. Rannsakendur vonast til að með þessu verkefni verði hægt að nýta niðustöðurnar í bættri hjúkrun fyrir einstaklinga með geðræn vandmál, hvort sem það er á sjúkradeild, í heilsugæslu eða með aðhaldi og eftirfylgni. Rannsóknarspurning: ,,Eru næg úrræði og þjónusta í boði fyrir einstaklinga með geðraskanir, í Vestmannaeyjum?’’ Aðferð: rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum gerða með rýnihópum, þar sem markmiðið er að kanna þjónustu og viðhorf þeirra starfsstétta sem vinna hvað mest að geðheilbrigðismálum í Vestmannaeyjum. Valið var fagfólk í þrjá rýnihópa og samanstóð hver hópur af fimm til sex þátttakendum. Niðurstöður: við úrvinnslu gagna var greiningarlíkan sett fram sem samanstóð af fjórum yfirþemum og innihélt hvert þeirra tvö undirþemu. Fyrsta yfirþemað fjallaði um mikilvægi forvarna og voru undirþemun; geðrænar raskanir og aðstandendur. Annað yfirþemað var þörf fyrir stefnumörkun, og voru undirþemun; sérfræðiþjónusta og meðferðarúrræði og eftirfylgni. Þriðja yfirþemað fjallaði um samstarfsnet og voru undirþemun teymisvinna og fræðsla. Fjórða yfirþemað var þarfir ólíkra hópa og voru undirþemun; börn og unglingar, og fullorðnir og aldraðir. Helstu niðurstöður sem fram komu voru meðal annars að það vanti stefnumörkun í málefnum einstaklinga með geðraskanir í samfélaginu, að bæta þurfi samvinnu milli stofnana, og að vinna þurfi að því að fá sérfæðinga til starfa eða að minnsta kosti, fá aukið aðgengi að þeim. Einnig voru allir sammála um að meira fræðsla mætti vera í boði. Lykilhugtök: Geðraskanir, teymisvinna, meðferðarúrræði, þjónusta, og fræðsla.