Viðhorf Íslendinga til ætlaðs samþykkis við líffæragjafir

Læst til 1.5.2015 Bakgrunnur: Líffæraígræðsla er oft eina úrræðið fyrir sjúklinga sem eru með líffærabilun á lokastigi. Líffæragjafir hafa talsvert verið til umfjöllunar síðustu misseri, aðallega af tveimur ástæðum: Annars vegar vegna viðvarandi skorts á líffærum til ígræðslu og hins vegar vegna hug...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Rúnarsdóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18587
Description
Summary:Læst til 1.5.2015 Bakgrunnur: Líffæraígræðsla er oft eina úrræðið fyrir sjúklinga sem eru með líffærabilun á lokastigi. Líffæragjafir hafa talsvert verið til umfjöllunar síðustu misseri, aðallega af tveimur ástæðum: Annars vegar vegna viðvarandi skorts á líffærum til ígræðslu og hins vegar vegna hugmynda um breytingar á þeim lagaramma sem gilt hefur um þessar aðgerðir. Hér á landi er ætluð neitun en fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að breyta lögum úr ætlaðri neitun í ætlað samþykki og er lagt til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2015. Tilgangur: Tilgangurinn var að kanna viðhorf íslensku þjóðarinnar til ætlaðs samþykkis við líffæragjafir. Auk þess var skoðað hversu stór hluti Íslendinga var skráður líffæragjafi, hversu mikill áhugi var á því að gerast slíkur og hversu stór hluti vildi gefa líffæri eftir andlát. Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn með fyrirlögn spurningalista. Þýði rannsóknarinnar voru Íslendingar 18 ára og eldri af öllu landinu og á póstlista hjá Capacent Gallup. Í úrtakinu lentu 1400 manns og var svarhlutfall 62,9% (880 svör). Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að meirihluti Íslendinga er hlynntur lögum um ætlað samþykki (rúmlega 80%). Konur voru frekar líklegri til að vera hlynntar ætluðu samþykki en karlar, 84,7% á móti 76,1%. Karlar voru helmingi líklegri til að vera annað hvort hlutlausir eða andvígir. Þeir sem voru yngri voru líklegri til að vera hlynntir lögunum en ekki reyndist vera marktækur munur á tekjum, búsetu og menntun og viðhorfi til ætlaðs samþykkis. Skráðir líffæragjafar voru 44 talsins (um 5%) og af þeim voru 29 konur. Ályktun: Almennt eru Íslendingar hlynntir löggjöf um ætlað samþykki en nokkur munur er á viðhorfi til ætlaðs samþykkis og kyns, aldurs, hvort Íslendingar þekki einhvern sem hefur þegið líffæri og hvort þeir vilji skrá sig sem líffæragjafar. Meirihluti Íslendinga vill gefa líffæri en þó er aðeins lítill hluti búinn að skrá sig sem líffæragjafa. Líklegra er að aðstandendur samþykki að gefa líffæri ef skýr ósk tilvonandi gjafa liggur fyrir. Lykilorð: ...