Sjálfbærnimatslykill Alþjóðavatnsorkusamtakanna. Mat á aðferðafræði og innihaldi lykils

Sjálfbær þróun er skilgreind sem þróun er fullnægi þörfum samtímans án þess að takmarka möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum og byggir á þremur meginstoðum: umhverfi, samfélagi og efnahag. Aðgangur að orku er lykilþáttur í efnahags- og samfélagsþróun. Algengasti orkugjafinn, jarð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auður Ingimarsdóttir 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18533
Description
Summary:Sjálfbær þróun er skilgreind sem þróun er fullnægi þörfum samtímans án þess að takmarka möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum og byggir á þremur meginstoðum: umhverfi, samfélagi og efnahag. Aðgangur að orku er lykilþáttur í efnahags- og samfélagsþróun. Algengasti orkugjafinn, jarðefnaeldsneyti, er takmarkaður að magni og nýtingu hans fylgja alvarleg loftslagsáhrif. Því er aukin áhersla lögð á notkun endurnýjanlegra og umhverfisvænni orkugjafa. Vatnsaflið er endurnýjanleg orkuauðlind en vatnsaflsvirkjanir hafa áhrif á umhverfið þegar landi er sökkt undir lón eða búsvæðum sundrað. Alþjóðavatnsorkusamtökin hafa sett fram alþjóðlegan sjálfbærnimatslykil í þeim tilgangi að meta hve vel starfsemi vatnsaflsvirkjana fellur að markmiðum um sjálfbæra þróun. Aðferðin felur í sér mat á verulegu fráviki frá viðmiðum fyrir góðar eða bestu starfsvenjur innan mikilvægra sjálfbærniþátta. Markmið þessa verkefnis er að meta hvort matslykill Alþjóðavatnsorkusamtakanna er næmur fyrir túlkun, meta notagildi lykils við íslenskar aðstæður og sem mælikvarða á sjálfbærni. Rannsóknin er tilviksrannsókn þar sem lykill er prófaður með því að meta sjálfbærni fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Rannsóknin byggir á viðtölum, skoðun gagna um virkjunina og hönnun matsviðmiða þar sem stuðst er við BellagioSTAMP-reglurnar sem tilgreina hver um sig mikilvæga áhersluþætti þegar meta skal sjálfbæra þróun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að matslykill hentar í megindráttum vel á Íslandi og spannar fjölda þátta sem taldir eru nauðsynlegir í sjálfbærnimati. Niðurstöður sýna einnig að viðmið fyrir mat á verulegu fráviki frá góðum eða bestu starfsvenjum teljast opin og að framsetningu niðurstaðna í sjálfbærniskýrslu má bæta til að auka gegnsæi. Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar