Tengsl líkamshreysti, hreyfifærni, hugrænnar færni og greindar hjá unglingum í 10. bekk grunnskóla

Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl líkamshreysti, hreyfifærni, hugrænnar færni og greindar hjá unglingum í 10. bekk í grunnskóla. Undirmarkmið rannsóknarinnar var að bera saman líkamshreysti, hreyfifærni, hugræna færni og greind tveggja hópa nemenda úr 10. bekk. Annars vegar n...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þráinn Hafsteinsson 1957-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18528
Description
Summary:Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl líkamshreysti, hreyfifærni, hugrænnar færni og greindar hjá unglingum í 10. bekk í grunnskóla. Undirmarkmið rannsóknarinnar var að bera saman líkamshreysti, hreyfifærni, hugræna færni og greind tveggja hópa nemenda úr 10. bekk. Annars vegar nemenda úr tveimur grunnskólum Reykjavíkur og hins vegar nemenda sem tilheyrðu unglingalandsliðshópum í knattspyrnu, handknattleik og frjálsíþróttum. Aðferðir: Líkamshreysti, hreyfifærni, hugræn færni og greind 141 unglings var mæld, þar af voru 107 nemendur tveggja grunnskóla í Reykjavík sem valdir voru með slembiúrtaki og 34 afreksíþróttaunglingar sem tilheyrðu ungligalandsliðshópum í knattspyrnu, handknattleik og frjálsíþróttum þegar rannsóknin var gerð. Líkamshreysti var mæld með fjórum stöðluðum prófum; 20 metra spretthlaupi, 6 mínútna þolhlaupi, langstökki án atrennu og setseilingarprófi (e. sit and reach) sem mæla hraða, þol, kraft og liðleika. Hreyfifærni var prófuð með MABC-2 hreyfifærniprófi sem inniheldur átta þrautir sem meta fínhreyfingar, boltafærni og jafnvægi. Hugræn færni var prófuð með Ottawa Mental Skills Assesment Tool (OMSAT-3) prófi sem innheldur 48 spurningar og út frá svörunum má meta grundvallarfærni, sállíkamlega færni og vitræna færni. Greind var prófuð með Raven Standard Progressive Matrices (Raven SPM) sem er fimm kafla óyrt greindarpróf með tólf þrautum í hverjum kafla. Niðurstöður Tengsl árangurs á OMSAT-3 hugræna færniprófinu og líkamshreystiprófinu mældust marktæk miðað við allan hópinn þegar leiðrétt hafði verið fyrir kynjamun og mun á afrekshópi og skólahópi. Marktæk fylgni mældist einnig á milli hugrænnar færni og líkamshreysti. Tengsl árangurs á MABC-2 hreyfifærniprófi og hreystiprófinu mældust marktæk miðað við allan hópinn. Marktæk tengsl mældust á milli þessara prófa hjá báðum kynjum og í báðum hópunum (afrekshópi og skólahópi). Tengsl árangurs á Raven-greindarprófinu og hinna prófanna þriggja, OMSAT-3, MABC-2 og líkamshreysti, mældust ekki marktæk. Unglingar í afrekshópi náðu ...