Er tenging smárra sólarsella og vindorkuvirkjana svarið við orkusátt á Ísland?

Ísland er dreifbýlasta land Evrópu með ósnortin víðerni og jarðmyndanir sem eru einstakar á heimsvísu. Ólík sjónarmið hafa myndast í orkustefnu landsins þar sem ósjálfbær nýting jarðvarma og uppstöðulón vatnsfallsvirkjanna hafa valdið deilum vegna raski á náttúru og lífríki landsins. Einnig er deilt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristján Egill Karlsson 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18468
Description
Summary:Ísland er dreifbýlasta land Evrópu með ósnortin víðerni og jarðmyndanir sem eru einstakar á heimsvísu. Ólík sjónarmið hafa myndast í orkustefnu landsins þar sem ósjálfbær nýting jarðvarma og uppstöðulón vatnsfallsvirkjanna hafa valdið deilum vegna raski á náttúru og lífríki landsins. Einnig er deilt um arðsemi raforkuframleiðslunnar. Markmið verkefnisins er að sýna fram á þann ávinning sem getur hlotist af raforkuframleiðslu með vindorku og sólarsellum til heimilisnota. Sú umframorka sem nýtist ekki inn á heimilið er seld inn á dreifikerfi gegn föstu gjaldi byggða á vottun raforkunar. Það ætti að gefa fólki hvata til að framleiða raforku og fara sparlega með hana. Með því myndi áhætta við raforkuframleiðslu færast frá ríki yfir á einstaklinga og hlífa landinu við þeirri röskun sem verður af völdum virkjannaframkvæmda. Einnig myndi raforkutap hugsanlega minnka sem og flutnings kostanaður dreifiveitunar. Góður árangur “feed in tariffs” kerfisins í Þýskalandi hefur verið fordæmi annara þjóða til að stuðla að orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orku sem losar lítið af gróðurhúsaloftengundum. Keppast nú fjölmörg lönd við að bæta dreifikerfið sitt og setja lög og reglugerðir sem auðvelda aðgengi endurnýtanlegriorku að dreifikerfinu. Þýska ríkinu er skylt að kaupa umframrafmagn á föstu langtíma verði, en betra verð fæst fyrir vottaða endurnýtanlega orku. Framkvæmd var einföld úttekt á hagkvæmni uppsetningar vindmylla og sólarsella, þar sem stuðst var við reiknivél á heimasíðu Orkuseturs sem er rekin af Orkustofnun. Þar kom fram að talsverður fjáhagslegur ávinningur getur hlotist af uppsetningu vindmyllu og sólarsella á eða við hús. Iceland is the most rural country in Europe with untouched wilderness and geological formations that are unique on a worldwide scale. Different views have been formed about Iceland’s energy policy where unsustainable use of geothermal energy and reservoirs for hydro power plants have been a debate because of disturbance on wilderness, fauna and flora. In addition, the ...