Íslenski atferlislistinn: Þáttabygging í úrtaki 6 til 13 ára

Hegðunar- og tilfinningavandi í barnæsku getur komið niður á lífi einstaklingsins á margvíslegan hátt. Börn geta farið á mis við grunnmenntun ásamt því að geta átt í ýmis konar félagslegum vandræðum. Mótþróa- og þrjóskuröskun er tiltölulega algengur hegðunarvandi sem einkennist af óhlýðni, þrætugirn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingi Páll Eiríksson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18455
Description
Summary:Hegðunar- og tilfinningavandi í barnæsku getur komið niður á lífi einstaklingsins á margvíslegan hátt. Börn geta farið á mis við grunnmenntun ásamt því að geta átt í ýmis konar félagslegum vandræðum. Mótþróa- og þrjóskuröskun er tiltölulega algengur hegðunarvandi sem einkennist af óhlýðni, þrætugirni og ýgi. Á Íslandi hafa einkennalistar verið notaðir við skimun og mat á geðrænum vanda, þeir eru að jafnaði neikvætt orðaðir og leita eftir frávikshegðun. Nú er í þróun nýtt mælitæki með jákvætt orðuðum atriðum sem meta eðlilega hegðun þar sem frávik koma fram sem öfgagildi á samfelldum kvarða. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir skekkju sem hefur gjarnan háð atferlislistum. Í þessari rannsókn er mælitækið, sem er 72 atriða listi, þáttagreint og borið saman við þáttabyggingu eldra mælitækis (SDQ) ásamt greiningaviðmiðum DSM-4 á mótþróa-, þrjósku- og hegðunarröskun til að auka á réttmæti þess og skýra þáttabygginguna. Þátttakendur voru 335 mæður barna á aldrinum sex til 13 ára. Listinn barst foreldrunum rafrænt gegnum Mentor kerfi grunnskólanna. Niðurstöðurnar sýna að þrír skýrir þættir koma fram á listanum (áreiðanleiki á bilinu 0,87 til 0,97) ásamt einum sem ekki stóðst kröfur um áreiðanleika (α=0,44). Allir tengjast þeir tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska. Þættir listans sýndu nokkra fylgni við sambærilega þætti SDQ. Niðurstöður renna því stoðum undir þá hugmynd að hægt sé að meta hegðunar- og tilfinningaraskanir sem öfgagildi á samfelldum kvarða með spurningalistum sem leita eftir eðlilegri hegðun. Growing up with behavioral or emotional disorders can be very limiting in various ways. These problems can have an impact on the educational level and cause difficult social problems. Oppositional and defiant disorder is a relatively common behavioral disorder defined by irritability, aggression and vindictiveness. Conduct disorder is usually a more serious disorder with severe symptoms sometimes resembling antisocial behavior. In Iceland, behavioral checklists based on symptoms have been the most common ...