Jarðskjálftademparar í brúargerð

Ritgerðin fjallar um notkun jarðskjálftadempara við brúarhönnun. Blýgúmmílegur hafa um árabil verið notaðar til að jarðskjálftaeinangra brýr á Íslandi og draga úr áhrifum jarðskjálfta. Erlendis tíðkast einnig að nota jarðskjálftadempara af ýmsum gerðum til viðbótar við legur til að vernda brýr. Í þe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tómas Þorsteinsson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18392
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um notkun jarðskjálftadempara við brúarhönnun. Blýgúmmílegur hafa um árabil verið notaðar til að jarðskjálftaeinangra brýr á Íslandi og draga úr áhrifum jarðskjálfta. Erlendis tíðkast einnig að nota jarðskjálftadempara af ýmsum gerðum til viðbótar við legur til að vernda brýr. Í þessari ritgerð er fjallað um mismunandi dempara sem í boði eru og eiginleika þeirra. Aðaláherslan er á svokallaða seigjudempara. Ein tegund álags sem myndast í jarðskjálfta eru svokölluð nærsprunguáhrif sem einkennast af kröftugum lágtíðni hraðapúlsi á svæðum sem liggja nálægt upptökum skjálfta. Þessi áhrif eru einkum hættuleg mannvirkjum með langan sveiflutíma eins og jarðskjálftaeinangruðum brúm. Í þessu verkefni var jarðskjálftaeinangruð brú á brotabelti Suðurlands valin sem viðfangsefni, nánar tiltekið brúin yfir Stóru-Laxá í Árnessýslu sem byggð var árið 1985. Búið var til tölvutækt reiknilíkan af brúnni og svörun hennar í núverandi ástandi metin gagnvart jarðskjálftaálagi sem inniheldur nærsprunguáhrif og svo endurmetin til samanburðar eftir að bætt hafði verið við seigjudempurum í hana. Niðurstöður útreikninga sýna að eftir ísetningu demparanna minnka færslur í brúardekki verulega í langátt en áhrifin fyrir þveráttina voru flóknari þar sem færslur minnkuðu á millistöplum en jukust á landstöplum. This thesis focuses on using seismic hydraulic dampers in bridge design. Lead rubber bearings have been used in the past decades to base-isolate bridges in Iceland to decrease the effect of earthquakes. In other parts of the world, hydraulic dampers may be used additionally along with bearings to protect bridges. In this thesis several types of dampers are presented, along with some of their defining characteristics. The main focus is on hydraulic viscous dampers. An additional load which is associated with earthquakes is the near-source effect, which include a low frequency pulse which causes an added load on a structure located close to the rupture fault in an earthquake. This effect is especially dangerous for ...