Árangur af áfengis- og vímuefnameðferð unglinga

Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga er mikið vandamál og er oft falið og viðkvæmt málefni. Tilgangur þessa verkefnis var að fá betri sýn á meðferð unglinga sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Eftir bestu vitund rannsakenda hefur þetta lítið verið rannsakað á Íslandi og við gerð ritgerð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigríður Kamilla Alfreðsdóttir 1989-, Melkorka Rut Bjarnadóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18355
Description
Summary:Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga er mikið vandamál og er oft falið og viðkvæmt málefni. Tilgangur þessa verkefnis var að fá betri sýn á meðferð unglinga sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Eftir bestu vitund rannsakenda hefur þetta lítið verið rannsakað á Íslandi og við gerð ritgerðarinnar kom í ljós að rannsóknum um þetta málefni er einnig ábótavant erlendis. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru opin viðtöl við ýmsa reynslumikla meðferðaraðila á Íslandi og niðurstöður úr þeim bornar saman við fræðilega samantekt. Niðurstöður gagnasöfnunar sýndu að erfitt er að meta árangur áfengis- og vímuefnameðferðar unglinga því árangur er skilgreindur og mældur á mismunandi hátt. Því er erfitt að bera rannsóknarniðurstöður saman. Oftast liggur þessi munur í því hvort verið sé að meta árangurinn eftir skaðaminnkun, bættri líðan og velgengni í lífinu eða edrúmennsku. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að sambland af áhugahvetjandi meðferð, hugrænni atferlismeðferð og fjölskyldumeðferð skilaði mestum árangri. Heildræn nálgun er mjög mikilvæg og þarf að huga að mörgum þáttum þegar kemur að unglingum. Unglingar í áfengis- og vímuefnameðferð eiga oft við margslungin vandamál að stríða. Þessi vandamál hafa oft mikil áhrif á neyslu þeirra og því mjög mikilvægt að meðhöndla alla þessa þætti. Líðan þeirra, félagslegar aðstæður og velgengni í lífinu eru til dæmis stórir þættir sem huga þarf að í áfengis- og vímuefnameðferð unglinga. Einnig er eftirfylgni mjög mikilvægur þáttur í meðferð og bataferli þeirra. Lykilorð: Unglingar, áfengi, vímuefni, meðferð, árangur, áhugahvetjandi meðferð, hugræn atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð, eftirfylgni. Adolescent alcohol and drug abuse is a major problem in the society but it is a very hidden and sensitive topic in general. The purpose of this thesis was to gain a better understanding of treatments for adolescents with alcohol and drug problems. This has not been studied a lot in Iceland to the best knowledge of the reasearchers and in the preparation of this thesis ...