Erfðafræðilegur fjölbreytileiki Haemophilus influenzae meðal bera- og sjúkdómsvaldandi stofna á Íslandi 2012

Haemophilus influenzae (Hi) eru Gram neikvæðir stafir sem finnast í efri loftvegum manna. Hi getur bæði dvalið einkennalaust í nefkoki manna (berar), og orsakað sýkingar, þá sérstaklega þegar ónæmisvarnir hýsilsins eru skertar. Hi eru flokkaðir eftir tilvist fjölsykruhjúps, sex hjúpgerðum hefur veri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jana Birta Björnsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18346
Description
Summary:Haemophilus influenzae (Hi) eru Gram neikvæðir stafir sem finnast í efri loftvegum manna. Hi getur bæði dvalið einkennalaust í nefkoki manna (berar), og orsakað sýkingar, þá sérstaklega þegar ónæmisvarnir hýsilsins eru skertar. Hi eru flokkaðir eftir tilvist fjölsykruhjúps, sex hjúpgerðum hefur verið lýst; a, b, c, d, e og f. Genamengi hjúpaðra Hi sýnir lítinn breytileika innan hverrar hjúpgerðar. Hjúplausir Hi (NTHi) hafa engan fjölsykruhjúp og er genamengi þeirra mjög fjölbreytt. H. haemolyticus finnst einnig í efri loftvegum manna en er almennt ekki álitinn sýkingarvaldur. Genamengi H. haemolyticus er líkt genamengi NTHi. Ein mest notaða aðferðin til að greina á milli þessara tveggja tegunda er myndun H. haemolyticus á beta hemólýsu á blóðagar. Erfðafræðilegar greiningar hafa sýnt að H. haemolyticus stofnar mynda ekki allir beta hemólýsu og þar af leiðandi hafa óhemólýtískir H. haemolyticus verið misgreindir sem NTHi bæði meðal bera og sjúkdómsvaldandi stofna. Bóluefnið Synflorix gegn 10 hjúpgerðum pneumókokka var innleitt í ungbarnabólusetningar á Íslandi 1. janúar 2011. Prótein D frá Hi er notað sem burðarprótein í bóluefninu og hafa rannsóknir sýnt að prótein D hvetji til ónæmissvars gegn Hi ásamt hjúpgerðum pneumókokka sem það ber. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna hlutfall H. haemolyticus og hjúpaðra Hi með PCR ásamt því að skoða genetískan fjölbreytileika Hi meðal 511 stofna sem áður höfðu verið greindir sem Hi úr klínískum sýnum á Sýklafræðideild Landspítalans 2012. Einnig voru allir 286 Hi stofnar sem ræktuðust úr nefkokssýnum leikskólabarna á höfðuborgarsvæðinu í mars 2012 með í rannsókninni. PFGE var gert á alls 303 stofnum, meðal stofna frá innsendum sýnum voru 110 stofnar sem orsökuðu eyrnasýkingar, 39 stofnar sem orsökuðu aðrar sýkingar, 10 stofnar úr nef og nefkokssýnum og meðal stofna frá leikskólabörnum var annar hver stofn greindur, alls 144. PCR aðferð til aðgreiningar á Hi og H. haemolyticus var notuð til að leita að tilvist fucK og hpd genanna sem bæði eru vel varðveitt meðal Hi en ...