Innlend og innflutt tanngervi. Samanburður, upplýsingaskylda og upprunavottorð

Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni höfunda til BS prófs í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands vorið 2014. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum: Hversu algengt er að tannlæknar noti tannsmíðaþjónustu erlendis frá? Eru íslensk og erlend tanngervi samkeppnishæf? Fylgja upprunavottorð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigríður Kristinsdóttir 1968-, Guðrún Halldórsdóttir 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18329
Description
Summary:Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni höfunda til BS prófs í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands vorið 2014. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum: Hversu algengt er að tannlæknar noti tannsmíðaþjónustu erlendis frá? Eru íslensk og erlend tanngervi samkeppnishæf? Fylgja upprunavottorð með íslenskum og erlendum tanngervum? Leitast er við að fá samanburðarmat á gæðum íslenskra og erlendra tanngerva og skoða notkun upprunavottorða með tanngervum. Aðferðir: Rannsóknin er megindleg (quantitative methods) og gögnum safnað með spurningakönnun sem send var rafrænt til 284 starfandi tannlækna í Tannlæknafélagi Íslands og 74 starfandi tannsmiða í Tannsmiðafélagi Íslands. Skoðað var algengi innflutnings á tanngervum og hvaða ástæður geti verið fyrir þeirri þróun sem tannsmiðastéttin virðist standa frammi fyrir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram í texta og töflum. Niðurstöður: Svarhlutfall var 58% hjá tannlæknum og 53% hjá tannsmiðum. Niðurstöður sýna að 30-40% tannlækna nota innflutt tanngervi. Íslensk tanngervi eru oftar talin betri en erlend. Útgáfu upprunavottorða með tanngervum er verulega ábótavant. Tannlæknar eru í 89% tilfella ánægðir með gæði á vinnu íslenskra tannsmiða og kunna að meta persónulega þjónustu. Tannlæknar sem panta tanngervi erlendis frá í einhverjum mæli virðast sjaldnast gera það vegna skorts á úrlausnum hérlendis. Ályktun: Innflutningur tanngerva hefur farið vaxandi hér á landi og birtist meðal annars í samdrætti í vinnu hjá tannsmiðum. Ætla má að tannlæknar flytji inn erlend tanngervi vegna hagstæðara verðs. Æskilegt er að tannsmiðir standi saman sem fagstétt og samræmi verkferla við útgáfu upprunavottorða. Fræða þarf skjólstæðinga um mikilvægi upprunavottorða með samstilltu átaki tannheilbrigðisstétta og Lyfjastofnunar ríkisins. Purpose: This thesis is the final project of the authors for Dental technician BS degree at the University of Iceland, School of Health Sciences spring 2014. The research questions asked were: How common is it for dentists to purchase dental ...