Hafa breyttar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum haft áhrif á ferðaþjónustufyrirtækin þar?

Í júlí 2015 hafði prentað eintak ekki borist frá deildinni. Ritgerð þessari er ætlað að svara þeirri spurningu hvort markaður í ferðaþjónustu hafi breyst með breyttum samgöngum. Landeyjahöfn sem lagt var upp með að yrði samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar hefur legið undir gagnrýni meðal annars vegna s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valur Smári Heimisson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18285
Description
Summary:Í júlí 2015 hafði prentað eintak ekki borist frá deildinni. Ritgerð þessari er ætlað að svara þeirri spurningu hvort markaður í ferðaþjónustu hafi breyst með breyttum samgöngum. Landeyjahöfn sem lagt var upp með að yrði samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar hefur legið undir gagnrýni meðal annars vegna sandburðar inn í höfnina og hefur verið kölluð „Sandeyjahöfn“ vegna þessa. Farið var af stað með eigindlega rannsókn og viðtöl tekin við stærstu aðila ferðamannaiðnaðar í Vestmannaeyjum. Einnig var rætt við forráðamenn flugfélagsins Ernis, Herjólfs, fræðslu- og menningafulltrúa Vestmanneyja og eins stærsta rútufyrirtækis á Íslandi til að fá meiri dýpt í ritgerðarefnið. Ferlið er skoðað allt frá því að ákvörðun er tekin um byggingu hafnar við Landeyjar til dagsins í dag. Skoðaðar eru tölur um ferðamenn til Íslands og þær bornar saman við ferðamenn til Vestmannaeyja eftir bestu getu en engin aðgreining er á tölum Herjólfs um þá íbúa Vestmannaeyja og annara sem ferðast með Herjólfi. Í Vestmannaeyjum búa rúmlega 4.200 manns en ferðamannafyrirtækin eru nokkuð mörg miðað við það. Iðnaðurinn hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og virðast ýmist matsölu- , gistirýmis- eða afþreyingarfyrirtæki vera að spretta upp á hverju götuhorni. Þar að auki eru þau fyrirtæki sem fyrir voru ýmist að bæta aðstöðu sína eða stækka við sig. Niðurstöður leiddu í ljós að ferðamönnum til Vestmannaeyja hefur fjölgað umfram fjölgun sem orðið hefur á landsvísu og má þakka Landeyjahöfn og breyttum samgöngum fyrir það. Það liggur einnig ljóst fyrir að mun meiri nýtingu má hafa út úr Landeyjahöfn. Uppleggið með höfninni var að hún yrði heilsárshöfn en eins og staðan er í dag hefur hún eingöngu nýst yfir sumartímann. Núverandi skip sem gert er út sem Herjólfur var aldrei ætlað að sigla milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja en efnahagshrunið varð til þess að fresta þurfti áformum um nýsmíði skips. Í fjárframlögum fyrir árið 2014 var varið 250 milljónum til að finna viðunandi lausn í samgöngum milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útboð er í gangi ...