Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun: Inngripsmælingar á einum leikskóla haustið 2013

Hegðunarvandi barna kemur yfirleitt fyrst fram um eins til tveggja ára aldur. Á þeim aldri hefja flest börn skólagöngu sína á leikskóla og þar er mikilvægt að koma strax í veg fyrir hegðunarvanda. Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (e. School wide positive behavior support, SWPBS eða PBS) er...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erla H. Ásgeirsdóttir 1987-, Friðjón Júlíusson 1988-, Ingunn Eyjólfsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18282
Description
Summary:Hegðunarvandi barna kemur yfirleitt fyrst fram um eins til tveggja ára aldur. Á þeim aldri hefja flest börn skólagöngu sína á leikskóla og þar er mikilvægt að koma strax í veg fyrir hegðunarvanda. Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (e. School wide positive behavior support, SWPBS eða PBS) er hegðunarstjórnunarkerfi sem byggir á því að auka tíðni æskilegrar hegðunar og draga úr óæskilegri hegðun, með því að breyta aðdraganda og afleiðingum hegðunar. Kerfið hefur verið innleitt í nokkra grunnskóla hér á landi en nýlega var hafist handa við að innleiða kerfið í leikskóla. Fáar rannsóknir eru til sem meta árangur innleiðingar í leikskólum og hafa þær allar verið gerðar erlendis en þær sem fyrir hendi eru benda til þess að árangur sé góður, æskileg hegðun eykst og hegðunarvandi minnkar. Gögn sem hér eru birt, eru hluti af langtímarannsókn á innleiðingu Heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun á einum leikskóla í Reykjavík. Mælingar voru gerðar með beinum áhorfsmælingum stuttu eftir að innleiðing hófst.