Áhrif hagræðingar í þjónustu á viðhorf og ímynd Landsbankans í Garði

Bankar á Íslandi hafa verið mikið í skrifum og á milli vara fólks í aðdraganda og eftir hrun bankakerfisins árið 2008. Áhrif þeirra á lífsgæði fólks hér á landi hefur kollvarpað ímynd og viðhorfi almennings til bankakerfisins og mikil vinna hefur verið lögð af starfsfólki banka landsins í að byggja...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Oddur Sigurðsson 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18254
Description
Summary:Bankar á Íslandi hafa verið mikið í skrifum og á milli vara fólks í aðdraganda og eftir hrun bankakerfisins árið 2008. Áhrif þeirra á lífsgæði fólks hér á landi hefur kollvarpað ímynd og viðhorfi almennings til bankakerfisins og mikil vinna hefur verið lögð af starfsfólki banka landsins í að byggja upp betri ímynd almennings gagnvart bankakerfinu í heild sinni. Ritgerð þessi fjallar um þau áhrif sem skerðing á opnunartíma í útibúum Landsbankans í litlum bæjarfélögum eins og í sveitarfélaginu Garði hefur á ímynd og viðhorf til Landsbankans. Rannsakandanum er ekki kunnugt um að rannsókn hafi verið gerð á viðhorfum og ímynd eftir slíkar breytingar. Spurningalisti var sendur út til núverandi og fyrrverandi viðskiptavina Landsbankans sem sækja til útibúsins í Garði. Megin markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á breytt viðhorf og ímynd bæjarbúa til Landsbankans vegna hagræðingar í smærri bæjarfélögum. Rannsakandinn notast við megindlega aðferðafræði. Settar voru fram staðhæfingar og spurningar um tryggð, ímynd og viðhorf til Landsbankans ásamt spurningum um heimsóknir í útibú og staðhæfingu gagnvart einkunnarorðum Landsbankans. Í ritgerðinni er einnig farið í markaðsfærslu fyrirtækja, ímynd fyrirtækja og ákvörðunartöku með hjálp vörumerkjavirðislíkans Kellers, þar sem skoðað er hlutverk ímyndar til að auka vörumerkjavirði fyrirtækja. Líkan Barich og Kotler um uppbyggingu ímyndar og mismunandi tryggðarstefnur fyrirtækja er kynnt ásamt því að saga Landsbankans og sameining hans við Sparisjóð Keflavíkur skoðað lítillega. Niðurstöður eru settar fram með súluritum, kökuritum og töflum ásamt tölfræði greiningu rannsakanda úr forritinu SPSS (Statistical Package for the Social Sciences). Niðurstöður benda á að Landsbankinn hafi ekki náð þeim markmiðum í staðfærslu sinni gagnvart þáttum virðingar og trausts. Þó benda niðurstöður til að viðskiptavinir skynji það að ánægja þeirra skipti Landsbankann töluverðu máli.