Hjartans mál : þekking almennings í Vestmannaeyjum á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Um 500 Íslendingar deyja af völdum hjarta-og æðasjúkdóma á ári hverju. Árið 2003 fengu 300 einstaklingar kransæðastíflu á Íslandi og árið 2004 létust 388 einstaklingar af völdum blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta. Þekking almennings á áhættuþá...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ásta Gústafsdóttir, Elísabet Íris Þórisdóttir, Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/182
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Um 500 Íslendingar deyja af völdum hjarta-og æðasjúkdóma á ári hverju. Árið 2003 fengu 300 einstaklingar kransæðastíflu á Íslandi og árið 2004 létust 388 einstaklingar af völdum blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta. Þekking almennings á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu er mikilvæg. Með markvissum og útbreiddum forvörnum kransæðasjúkdóma má auka þekkingu almennings sem leiðir af sér lægri dánar- og sjúkdómstíðni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þekkingu almennings á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu. Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Úrtakið var almenningur í Vestmannaeyjum 18 ára og eldri. Spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur og svöruðu þeir honum í viðurvist rannsakenda. Alls svöruðu 139 einstaklingar spurningalistanum og var kynjaskipting þátttakenda tiltölulega jöfn. Niðurstöður rannsóknar okkar benda til að þekking á einkennum kransæðastíflu í Vestmannaeyjum er alls ekki nægileg. Áberandi var að þekking á einkennum milli aldurshópa var mismikil. Mesta þekkingin var í aldurshópnum 61 árs og eldri, og var þekking minnst í aldurshópnum 21-40 ára. Þekking á áhættuþáttum kransæðastíflu er einnig ábótavant, sérstaklega í yngsta aldurshópnum en þar var þekkingin minnst, sama á hvaða áhættuþátt var litið. Þekking var svipuð hjá hinum tveimur aldurshópunum. Viðbrögð almennings við kransæðastíflu sýna að ekki eru nægilega margir sem hringja á sjúkrabíl. Í rannsókn okkar kom fram að rúmlega helmingur þátttakenda myndi frekar ráðfæra sig við lækni en einungis fjórðungur brygðist rétt við með því að hringja strax á sjúkrabíl. Telja rannsakendur ástæðuna fyrir því vera þekkingarleysi eða gott aðgengi að læknum í Vestmannaeyjum. Ávinningur rannsóknarinnar er að niðurstöðurnar gefa vitneskju um þekkingu almennings á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu. Þar af leiðandi er mögulegt að gera sér grein fyrir fræðsluþörfum almennings og hægt að veita fræðslu þar sem hennar er ...