Lykt sem markaðstól. Viðhorf markaðsfólks og stefnumiðuð notkun

Rannsóknarverkefni þetta fjallar um lykt og áhrif hennar á neytendur og kauphegðun, þar sem áhersla var lögð á að skoða viðhorf markaðsfólks á Íslandi á notkun lyktar sem markaðstóls og hvort almennt væri verið að nota þetta tól hérlendis í hinum ýmsu atvinnugreinum. Markmið rannsóknarinnar var að k...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Egill Sigurðsson 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18158
Description
Summary:Rannsóknarverkefni þetta fjallar um lykt og áhrif hennar á neytendur og kauphegðun, þar sem áhersla var lögð á að skoða viðhorf markaðsfólks á Íslandi á notkun lyktar sem markaðstóls og hvort almennt væri verið að nota þetta tól hérlendis í hinum ýmsu atvinnugreinum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu á þessu fyrirbæri og hvort það væru einhverjar hindranir sem stæðu í vegi fyrir því að skoða þetta frekar með íslenskt markaðsumhverfi að leiðarljósi. Með þetta í huga var reynt að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er þekking íslensks markaðsfólks á áhrifum lyktar á neytendur? Eru íslenskir markaðsstjórar að nota lykt í sínu markaðsstarfi? Hvert er viðhorf íslensks markaðsfólks gagnvart notkun lyktar sem markaðstóls? Eigindleg rannsókn var framkvæmd þar sem tekin voru fimm einstaklingsviðtöl við 6 einstaklinga og voru þátttakendur valdir eftir hentugleika. Reynt var eftir bestu geta að hafa viðmælendur úr ólíkum atvinnugreinum og umhverfi. Kyn eða aldur skipti ekki máli. Með því að gera eigindlega rannsókn fékkst dýpri skilningur og meiri yfirsýn yfir það sem þátttakendur tjáðu sig um. Við nánari grennslan var ákveðið að vinna betur með þrjú þemu, þekkingu á lykt sem markaðstóli, viðhorfi og hindrunum í starfi. Niðurstöður sýndu að þátttakendur höfðu almennt góða þekkingu á lykt sem markaðstóli og höfðu að einhverju leyti kynnt sér þetta en þó ekki í miklu magni. Það má segja að viðmælendur hafi jákvætt viðhorf en séu þó hikandi við að nota lykt sem markaðstól. Rekja má ástæður þess til að þau tóku áhrifum með fyrirvara og að það sé ekki krafa hérlendis um þetta einsog er og að þetta sé kostnaðarasamt þróunarferli. Allir viðmælendur játuðu að ef þessi lausn væri sýnilega til staðar hérlendis myndu þau skoða þetta. This dissertation discusses scent marketing and the effects and impact it can have on consumers and purchasing behavior, where the emphasis is on examining the opinions and knowledge of this topic between marketing professionals in Iceland. The aim of this study was to research ...