Óeðlilegir (atypískir) kirtlar í grófnálarsýnum frá blöðruhálskirtli. Hvaða þýðingu hefur slík greining og hefur hún forspárgildi varðandi greiningu illkynja meina síðar?

Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er gríðarlegt vandamál meðal karlmanna á Íslandi sem og á öðrum Vesturlöndum. Vefjagreining á blöðruhálskirtilssýnum gefur oftast afdráttarlausa niðurstöðu um hvort krabbamein sé til staðar eða ekki. Í hluta sýna greinast hins vegar atypískir (óeðlilegir) kir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnhildur Birgisdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/18157
Description
Summary:Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er gríðarlegt vandamál meðal karlmanna á Íslandi sem og á öðrum Vesturlöndum. Vefjagreining á blöðruhálskirtilssýnum gefur oftast afdráttarlausa niðurstöðu um hvort krabbamein sé til staðar eða ekki. Í hluta sýna greinast hins vegar atypískir (óeðlilegir) kirtlar sem eru af óvissri þýðingu. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að auka skilning á þýðingu atypískra kirtla í blöðruhálskirtli með því að kanna hversu oft slík greining er gerð í íslenskum efnivið og hvort munur sé á milli meinafræðinga að því leyti. Metið var hvort greining á atypískum kirtlum auki líkur á krabbameinsgreiningu síðar. Efniviður og aðferðir: Farið var í gegnum öll greiningarsvör grófnálarsýna frá blöðruhálskirtli sem bárust Rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum og Vefjarannsóknarstofunni að Suðurlandsbraut 4a á árunum 1998-2003 og þau flokkuð í 5 flokka, sýni án æxlisvaxtar, sýni með atypíu, sýni með atypíu sem þótti grunsamleg fyrir illkynja mein, sýni með PIN- breytingar og sýni með illkynja mein. Þessar upplýsingar voru síðan keyrðar saman við Krabbameinsskrá Íslands þar sem fengust upplýsingar um hvaða karlmenn fengu síðar krabbamein. Niðurstöður og umræður: Heildarfjöldi sýna var 1693 og skipting þeirra í flokka eftirfarandi: 45,4% án æxlisvaxtar, 5,2% með atypíu, 5,4% með grunsamlega atypíu, 3,8% með PIN-breytingar og 40,2% með illkynja mein. Þessi skipting var mjög breytileg milli meinafræðinga. Alls fengu 34,1% þeirra karlmanna sem greindust með atypíu eða grunsamlega atypíu síðar krabbamein en fyrir karlmenn sem greindust án æxlisvaxtar var þetta hlutfall 21,6%. Það er því ljóst að forspárgildi greiningar á atypíu er talsvert. Introduction: Prostate cancer is a major problem among men in Iceland and other Western countries. Typically, a diagnosis of prostate biopsy gives an unequivocal conclusion as to whether cancer is present or not. However, some samples include atypical glands, which are of uncertain significance. Objectives: The aim of this study was to clarify the ...