Fangelsismál á Íslandi: Þróun refsiaðferða, félagsleg þjónusta við fanga og helstu álitamál

Ritgerð þessi gildir sem lokaverkefni til B.A.- gráðu í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru fangelsismál á Íslandi þar sem farið verður yfir upphaf refsinga hér á landi, þróun refsiaðferða og siðferðis því tengdu. Fyrst og fremst verður rætt um fange...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lísa Margrét Þorvaldsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17998
Description
Summary:Ritgerð þessi gildir sem lokaverkefni til B.A.- gráðu í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru fangelsismál á Íslandi þar sem farið verður yfir upphaf refsinga hér á landi, þróun refsiaðferða og siðferðis því tengdu. Fyrst og fremst verður rætt um fangelsisrefsingar og gerð grein fyrir stöðu þeirra í dag, helstu álitamál varðandi refsiaðferðir og hvernig félagsráðgjafar geta nýtt sérþekkingu sína í störf innan fangelsismála. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT) hefur komið hingað til lands til að taka út aðstæður innan fangelsa ríkisins. Skýrsla nefndarinnar um aðstæður í fangelsunum gefur til kynna ýmis álitamál sem vert er að skoða. Þau atriði sem CPT-nefndarin setti helst út á í skýrslu sinni snúa að heilbrigðisþjónustu og aðbúnaði fyrir fanga í fangelsum ríkisins. Félagsráðgjafar eru tiltölulega nýkomnir til starfa innan Fangelsismálastofnunar og hefur starf þeirra samræmst stefnu um betrun fanga í afplánun. Stöðugildi félagsráðgjafa eru þó aðeins tvö sem gerir það að verkum að þeir ná ekki að sinna öllum þeim verkefnum sem þeir gætu annars sinnt. Það á vissan þátt í því að þjónusta við fanga getur vart samrýmst þeim lögum sem snúa að réttindum fanga í afplánun. Í ljósi þess er vert að skoða mögulegan ávinning af fjölgum stöðugilda félagsráðgjafa og ekki síst í ljósi vaxandi áherslu á betrun, sem refsiaðferð, í fangelsum ríkisins.