Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð: Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið 1300-1700. Hugmynd að gerð sýningar um sögu viðskipta og verslunar við Breiðafjörð

Lokaverkefnið Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð: Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið 1300-1700, er hugmyndavinna sýningar um sögu viðskipta og verslunar Englendinga, Norðmanna, Þjóðverja og Hollendinga við Breiðafjörð, og samskipti þeirra við valdafólk á svæðinu. Kjarni sýningarinnar er Breiða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valgerður Óskarsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17823
Description
Summary:Lokaverkefnið Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð: Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið 1300-1700, er hugmyndavinna sýningar um sögu viðskipta og verslunar Englendinga, Norðmanna, Þjóðverja og Hollendinga við Breiðafjörð, og samskipti þeirra við valdafólk á svæðinu. Kjarni sýningarinnar er Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið á árunum 1300-1700 þótt sýningin hverfist fyrst og fremst um Hansasambandið og áhrif þess hér við land. Verkefnið er svo hluti af stærra rannsóknarverkefni í Háskóla Íslands, Sögu Breiðafjarðar. Forsvarsmenn þess verkefnis eru sagnfræðingarnir Sverrir Jakobsson og Helgi Þorláksson en auk þeirra koma margir fleiri að verkefninu. Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð er hefðbundin sögusýning sem mun opna í Norska húsinu í Stykkishólmi sumarið 2015. Ætlunin er að sýningin muni síðan verða farandsýning og að loknu stoppi í Norska húsinu muni hún hefja ferðalag sitt um Breiðafjörðinn með viðkomu í hinum ýmsu sýningarrýmum við fjörðinn. Sýningin byggir fyrst og fremst á sýningarspjöldum sem munu miðla fróðleik þessa tímabils verslunar við Breiðafjörð. Einnig verða nokkrir munir og myndir notuð til að styrkja frásögnin sýningarinnar. Ráðgert er til að mynda að endurgera verslunarvöru, hvorug tveggja Íslendinga og erlendra kaupmanna, frá þessu tímabili. Þá verða einnig á sýningunni afrit merkilegra verslunarbóka Þjóðverja sem varðveist hafa. Sýningin byggir þó, eins og fyrr sagði, fyrst og fremst á textum. Í greinargerðinni er útlistuð hönnun og handrit sýningarinnar um miðstöðvar og mangara í firðinum, auk þess sem þar er að finna fræðilegar forsendur sýningar sem þessarar. Þar er einnig fjallað um vinnuferlið frá hugmynd að niðurstöðum þessarar skýrslu. Þessi greinargerð er lokaverkefni til meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Verkefnið er metið til 30 ECTS eininga. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar.