„Eyjan í útnorðri er nú komin í þjóðbraut þvera.“ Opnun norðurskautsins og möguleg áhrif á landfræðilegt mikilvægi Íslands

Í þessari ritgerð er skoðað hvort þær umbreytingar sem eru að verða á norðurskautinu með bráðnun íshellunnar þar muni hafa áhrif á landfræðilegt mikilvægi Íslands. Auk kenninga ný- raunhyggju og frjálslyndrar stofnanahyggju er litið til kenninga um landfræðilegt mikilvægi en einnig nálguna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarni Bragi Kjartansson 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17805
Description
Summary:Í þessari ritgerð er skoðað hvort þær umbreytingar sem eru að verða á norðurskautinu með bráðnun íshellunnar þar muni hafa áhrif á landfræðilegt mikilvægi Íslands. Auk kenninga ný- raunhyggju og frjálslyndrar stofnanahyggju er litið til kenninga um landfræðilegt mikilvægi en einnig nálgunar smáríkjafræða. Varpað er ljósi á hvort og hvernig umræddar breytingar muni hafa áhrif á samskipti Íslands við önnur ríki, m.a. hvort þær geri Ísland að eftirsóttum bandamanni og hafi áhrif á samband Íslands og Bandaríkjanna. Helstu niðurstöður eru að ekki er búist við því að aukin ásókn ríkja á norðurslóðum leiði af sér hernaðarlegar ógnir en talsverðra efnahagslegra áhrifa geti gætt á Íslandi sem aftur hefðu áhrif á landfræðilegt mikilvægi landsins. Það er í samræmi við kenningar um mikilvægi landfræðilegrar legu þar sem áherslan hefur færst frá hernaðaráætlunum byggðum á landherkænsku um stjórnun á landsvæðum yfir til þess að tryggja hnökralaust flæði viðskipta þvert á landamæri. Hvað bandamenn áhrærir ber að hafa í huga kenningar ný-raunhyggju sem segja að hegðun ríkja stjórnist af því að hámarka eigin hag, m.a. með myndun bandalaga. Reynslan sýnir að það geti reynst Íslendingum ótryggt. Í því samhengi virðst fátt benda til að Bandaríkjamenn horfi aftur til Íslands sem bandamanns í bráð, þrátt fyrir að áhugi þeirra á norðurslóðum hafi aukist. Jafnframt virðist almenn samstaða vera meðal ríkja um að Norðurskautsráðið verði vettvangur stjórnunar á norðurslóðum, sem ætti að vera Íslendingum í hag. Það er í samræmi við kenningar frjálslyndrar stofnanahyggju og smáríkjafræða sem segja hin smærri ríki geta best tryggt hag sinn með samningum á vettvangi alþjóðastofnana. This thesis examines whether the transformation of the Arctic, with the melting of the ice there, will have an impact on the geopolitical importance of Iceland. The approach of geopolitics, theories of neo- realism and liberal-institutionalism, along with the approach of small ...