Gjafsókn í íslenskum rétti

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um gjafsókn á Íslandi og skoða hvort íslenska ríkið uppfyllir þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem hvíla á ríkinu í þeim efnum. Umfjöllunin byggir á því hvað felst í þeim réttindum sem 6. gr. MSE og 70. gr. stjskr. hafa að geyma og hvernig gjafsóknarúrræðið s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Harpa Rún Glad 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17761
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um gjafsókn á Íslandi og skoða hvort íslenska ríkið uppfyllir þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem hvíla á ríkinu í þeim efnum. Umfjöllunin byggir á því hvað felst í þeim réttindum sem 6. gr. MSE og 70. gr. stjskr. hafa að geyma og hvernig gjafsóknarúrræðið stuðlar að virkni þeirra réttinda. Þá verða ákvæði um gjafsókn í XX. kafla eml. rakin og skilyrði þeirra ákvæða skoðuð með tilliti til mannréttinda umsækjanda til aðgangs að dómstólum. Þar að auki verður litið til löggjafar um gjafsókn á Norðurlöndunum í samanburði við Íslenska löggjöf. Þá verður farið yfir málsmeðferð gjafsóknarmála hjá gjafsóknarnefnd og hvaða reglur gilda um hana. Í ljósi þess að sjaldan hefur verið reynt á ágreining um gjafsókn fyrir dómstólum á Íslandi byggir ritgerð þessi að mestu leyti á athugun dóma Mannréttindadómstóls Evrópu og álitum umboðsmanns Alþingis. Í 2 kafla verður farið yfir þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins varðandi aðgang að dómstólum og gjafsókn. Í kafla 3 verður farið yfir lagaákvæði um gjafsókn í íslenskum rétti, skilyrði gjafsóknar ásamt heimildum til að takmarka gjafsókn. Í kafla 4 verður farið yfir framkvæmd gjafsóknar á Íslandi, stöðu gjafsóknarnefndar sem álitsgjafa og hvaða reglur gilda um málsmeðferð gjafsóknar. Í kafla 5 verður farið yfir hvernig löggjafinn hefur veitt framkvæmdavaldinu vald til ákvarðanatöku um gjafsókn og hvernig hlutverk dómstóla spilar þar inn í.