Hvar liggur löggjafarvaldið? Staða Alþingis sem löggjafa gagnvart EES-samningnum

Í þessari ritgerð er markmiðið að skoða hvaða áhrif aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum) hefur haft á stöðu Alþingis sem löggjafarvalds og hverju full aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) myndi mögulega breyta í þeim efnum. Þá verður staða þjóðþinga hinna tveggj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Skjöldur Níelsson 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17721
Description
Summary:Í þessari ritgerð er markmiðið að skoða hvaða áhrif aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum) hefur haft á stöðu Alþingis sem löggjafarvalds og hverju full aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) myndi mögulega breyta í þeim efnum. Þá verður staða þjóðþinga hinna tveggja EES/EFTA-ríkjanna (Noregs og Liechtenstein) tekin til skoðunar með það að markmiði að fá samanburð. Til að fá mynd af því hverju full aðild að ESB gæti breytt verður litið á stöðu danska þingsins en Danmörk hefur verið aðili að ESB síðan 1973. Niðurstöðurnar eru þær að aðild Íslands að EES-samningnum hefur grafið undan raunverulegu löggjafarvaldi Alþingis á þeim sviðum sem undir samninginn falla (málefni innri-markaðarins) en formlega hefur löggjafarvaldi ekki verið fórnað þar sem Alþingi (og hin EES/EFTA-þjóðþingin) hefur neitunarvald gagnvart þeim ESB-gerðum sem koma til meðferðar þeirra. Neitunarvaldinu hefur þó aldrei verið beitt vegna ótta við afleiðingar þess en er engu að síður ákveðin möguleiki sem tryggir formlega stöðu löggjafarvaldsins. Þá ber að hafa í huga að ESB-gerðir sem innleiða á í EES-samninginn koma ekki til formlegrar meðferðar Alþingis nema að lagabreytingu þurfi til en langflestar ESB-gerðir hafa þegar stoð í gildandi lögum og er því hægt að innleiða þær beint án formlegrar aðkomu Alþingis. Það er því ljóst að nokkuð hefur dregið úr löggjafarvaldi Alþingis vegna EES-samningsins. Alþingi gæti styrkt stöðu sína að vissu leyti með fullri aðild Íslands að ESB þar sem það gæti þannig haft áhrif á Evrópustefnu stjórnvalda á svipaðan hátt og Evrópunefnd danska þingsins gerir en þarlendir ráðherrar sækja samningsumboð til hennar áður en haldið er á fund í Ráðherraráðinu í Brussel. Þó ber að hafa í huga að með fullri aðild myndi öll löggjöf ESB öðlast beint lagagildi á Íslandi án aðkomu Alþingis en á móti kemur að möguleiki til raunverulegra áhrifa væru til staðar á fyrri stigum. The aim of this dissertation is to examine the effect Iceland´s participation in the European Economic Area (EEA) through ...