GPS landmælingar á Snæfellsnesi

Snæfellsnes telst vera hliðargosbelti þar sem lítil eða engin gliðnun á sér stað í dag. Hliðargosbeltið liggur um gamalt fráreksbelti sem var eitt af aðalfráreksbeltum landsins en dó út fyrir u.þ.b. 7 milljónum ára. Þrjú eldstöðvarkerfi finnast á Snæfellsnesi og telst gosbeltið virkt en hefur verið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjartur Helgi Kristinsson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17720
Description
Summary:Snæfellsnes telst vera hliðargosbelti þar sem lítil eða engin gliðnun á sér stað í dag. Hliðargosbeltið liggur um gamalt fráreksbelti sem var eitt af aðalfráreksbeltum landsins en dó út fyrir u.þ.b. 7 milljónum ára. Þrjú eldstöðvarkerfi finnast á Snæfellsnesi og telst gosbeltið virkt en hefur verið í dvala síðustu 1000 ár. Frá því að fyrstu GPS-mælingar fóru fram á Íslandi árið 1986, hefur kerfið verið notað til að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum sem verða á landinu. Sumarið 2004 var 13 punkta GPS-net mælt á Snæfellsnesi. GPS-netið afmarkast af Gullborgarhrauni (GUBO) austast á Snæfellsnesskaga að tá Snæfellsness (LOFT). Sumarið 2013 voru fyrstu endurmælingar gerðar á GPS-netinu frá árinu 2004. Hraðalausnir fyrir tímabilið 2004–2013 voru reiknaðir út frá mælingunum. Niðurstöður leiða í ljós að engar marktækar innbyrðis hreyfingar urðu í kringum Snæfellsjökul fyrir tímabilið 2004–2013. Hins vegar er Snæfellsnes að styttast að meðaltali um 1,4 ± 0,1 mm/ári. Að auki mældist landsig, sem varð að meðaltali um 0,6 ± 0,3 mm/ári á svæðinu í kringum Snæfellsjökul. Snæfellsnes is considered to be a volcanic flank zone, where little or no extension occurs. The flank zone is the remains of a divergence zone that became extinct some 7 million years ago but it was a primary divergence zone in Iceland prior to becoming extinct. Three active volcanic system can be found in the flank zone, but no eruption have occurred in the area for over 1000 years. Since the first GPS measurements took place in Iceland in 1986, the system has been used to monitor crustal deformation in the country. In 2004 a 13 point geodetic network was measured on Snæfellsnes peninsula. The network extended from Gullborgarhrauni (GUBO) in the east, to the westernmost tip of the peninsula. In the summer of 2013 the GPS network on Snæfellsnes peninsula was remeasured for the first time. Velocity solution for the period of 2004–2013 were estimated from the two GPS surveys. The result show no significant internal movements around Snæfellsjökul volcano for ...