Að gera nám og starf leikskólabarnsins sýnilegt fjölskyldunni

Verkefnið er lokað til júlí 2010 Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.– prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vormisseri 2008. Kveikjan að verkefninu varð til í tíu vikna vettvangsnámi mínu, haustið 2007 þegar ég fór að velta því fyrir mér hversu sýnilegt leikskólastarfið e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Kjartansdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1768
Description
Summary:Verkefnið er lokað til júlí 2010 Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.– prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vormisseri 2008. Kveikjan að verkefninu varð til í tíu vikna vettvangsnámi mínu, haustið 2007 þegar ég fór að velta því fyrir mér hversu sýnilegt leikskólastarfið er foreldrum. Tilgangurinn er að setja fram rannsóknarspurninguna hvernig geta leikskólakennarar gert leikskólann sýnilegri? Skoða ég þróun foreldrasamstarfs í leikskólum á Íslandi því að ég tel að gott samstarf við foreldra vera mikilvægt, og starf barna sé sýnilegt. Ein af þeim leiðum sem ég tel geta verið árangursríka við að gera stafið í leikskólanum sýnilegt er að hafa heimasíður við leikskólanna, og að þær séu aðgengilegar foreldrum. Ég geri þeim þætti nokkur skil í ritgerðinni. Í því sambandi valdi ég að skoða þróunarstarf sem unnið hefur verið í leikskólanum Iðavelli á Akureyri, þar sem farið var nýjar leiðir í foreldrasamstarfi og starfið í leikskólanum gert sýnilegt öllum í fjölskyldunni m.a. með heimasíðum barnanna. Í leikskólafræðum hefur verið að ryðja sér til rúms aðferð sem hlotið hefur nafnið uppeldisfræðileg skráning (pedagogisk documentasion). Aðferðin sem hefur verið kennd við Háskólann á Akureyri í nokkur ár, hefur verið þróuð og notuð í leikskólum Reggio Emilia á Ítalíu í nokkra áratugi. Með uppeldisfræðilegum skráningum á starfi leikskólans er möguleiki á að gera leikskólastarfið sýnilegra foreldrum. Ég mun því skoða þessar aðferðir. Rannsakað var samkvæmt eiginlegum aðferðum, setti ég saman rýnihóp sem er skipaður mæðrum, þar sem leitað var eftir skoðunum þeirra á sýnileika leikskólastarfsins, einnig vildi ég heyra hvort mér hafi tekist að gera starf mitt með börnum þeirra sýnilegt á meðan vettvangsnámi mínu stóð. Megin niðurstaðan var sú að mæðurnar töldu að það þyrfti að gera starf barnanna og leikskólans sýnilegra, það væri mögulega hægt með heimasíðu og skráningum.