Stjórnsýsla tónlistarkennslu í grunn– og tónlistarskólum

Í þessari ritgerð er staða stjórnsýslu tónlistarkennslu grunn- og tónlistarskóla á Íslandi metin. Markmið verkefnisins er að greina styrkleika og veikleika í stjórnsýslu tónlistarkennslu og skoða hvernig þeir aðilar sem sjá um framkvæmd laganna hafa fylgt eftir ákvæðum þeirra laga sem sett hafa veri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eggert Björgvinsson 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17678
Description
Summary:Í þessari ritgerð er staða stjórnsýslu tónlistarkennslu grunn- og tónlistarskóla á Íslandi metin. Markmið verkefnisins er að greina styrkleika og veikleika í stjórnsýslu tónlistarkennslu og skoða hvernig þeir aðilar sem sjá um framkvæmd laganna hafa fylgt eftir ákvæðum þeirra laga sem sett hafa verið um kennslu tónlistar í grunn- og tónlistarskólum. Í ritgerðinni eru lagasetningar og aðalnámsskrár beggja skólastiganna skoðaðar og farið í gegnum allar rannsóknir sem ráðuneytið hefur látið gera á tónlistarkennslu frá 1962. Farið er yfir hvaða aðilar annast upplýsingaöflun um tónlistarkennslu innan stjórnsýslunnar og hvaða upplýsingum þeir safna. Niðurstöður verkefnisins benda til að stjórnsýsla tónlistarkennslu sé þegar á heildina er litið vönduð. Þó megi greina veikleika sem flestir snúa að því að ákvæðum laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 og laga um grunnskóla nr. 91/2008 er ekki nægjanlega vel fylgt eftir. Sérstaklega skortir á upplýsingasöfnun og eftirlit með framkvæmd þeirra. Einnig veikir það stjórnsýsluna hvað boðvaldsleiðir eru óskýrar. In this thesis the status of the administration of music education in the elementary- and music shools is evaluated. The objective of the project is to analyse the streinghts and weaknesses of the administration of music education and look at how these parties who administer the implementation of the law, have preformed in implementing the provisions in the laws that have been set for the education of music in the elementary-and music schools. The thesis observes all laws and curriculum of the elementary- and music schools and all researc maid by the Ministry of Education in that field since 1962. It also reviews who in the public administration are responsible for the data collection in the music education and what data they collect. Results of the project indicate that the administrative quality of the music education in general is good. While the identification of weaknesses that most has to do with provisions of Act no. 75/1985 on financial ...