Skjól í skugga áfalla: Samanburður á skjóli í efnahagshruninu í Eistlandi og á Íslandi með tilliti til Evrópustefnu stjórnvalda

Í kjölfar alþjóðlegu efnahagskreppunnar sem reið yfir haustið 2008 stóðu stjórnvöld í fjölmörgum ríkjum frammi fyrir alvarlegum efnahagsvanda. Í þessari rannsókn var sjónum beint að Íslandi og Eistlandi en ríkin eiga það sameiginlegt að flokkast bæði til smáríkja og bæði urðu illa úti í efnahagshrun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Birna Björnsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/17664
Description
Summary:Í kjölfar alþjóðlegu efnahagskreppunnar sem reið yfir haustið 2008 stóðu stjórnvöld í fjölmörgum ríkjum frammi fyrir alvarlegum efnahagsvanda. Í þessari rannsókn var sjónum beint að Íslandi og Eistlandi en ríkin eiga það sameiginlegt að flokkast bæði til smáríkja og bæði urðu illa úti í efnahagshruninu. Stjórnvöld í ríkjunum hafa þó rekið ólíkar Evrópustefnur en Eistland er sem kunnugt er aðili að Evrópusambandinu á meðan Ísland stendur utan sambandsins. Hér var sérstaklega skoðað hvernig þessar ólíku Evrópustefnur höfðu áhrif á það skjól sem ríkin nutu varðandi efnahagshrunið. Meginrannsóknin skiptist þannig í þrennt. Skoðað var hvort Evrópustefnur stjórnvalda höfðu áhrif á skjól til að koma í veg fyrir efnahagshrunið, hvort þær höfðu áhrif á skjól þegar takast þurfti á við efnahagshrunið sjálf og hvort þær höfðu áhrif á það skjól sem ríkin nutu í uppbyggingarferlinu. Til að skoða hvort og hvar ríkin nutu skjóls í efnahagshruninu voru gögn frá alþjóðastofnunum skoðuð en einnig gögn frá innlendum aðilum í ríkjunum sjálfum. Helstu niðurstöður benda til þess að Evrópustefnur stjórnvalda í hvorugu ríkinu hafi getað veitt skjól í aðdraganda hrunsins. Þannig hafi aðgangur Íslands og Eistlands að innri mörkuðum Evrópu frekar ýtt undir þenslu en að vernda hagkerfi ríkjanna hættunni á efnahagshruni. Hins vegar varð Evrópustefna stjórnvalda í Eistlandi til þess að ríkið naut skjóls bæði í efnahagshruninu sjálfu og við uppbygginguna eftir það. Stjórnvöld á Íslandi nutu ekki slíks skjóls enda hafa þau kosið að standa utan við Evrópusambandið sjálft. In the aftermath of the global financial crisis in 2008, governments in a number of states had to face severe economic challenges. In this research Iceland and Estonia were examined since both of those states are considered small states and they were both hit badly by the global economic crisis. However, governments in these states have had very different European policies, Estonia is a part of the European Union while Iceland has chosen to stay on the outside. Here it was ...